Sól og aftur sól :)
Hey!
Í dag var svona fullkominn sumardagur hjá mér, svona dagur sem maður hugsar til í febrúar. Ég eyddi eiginlega öllum deginum út á svölum að lesa og drekka sumardrykki sem voru mjög áhugaverðir þar sem það var frekar lítið um hráefni heima hjá mér. Hér er uppskriftin að einum : Diet Coke, hreinn appelsínusafi, sítrónudropar, klaki. Fyrir utan það að hann var ógeðslega brúnn á litinn þá var hann svo sem ágætur;) Mæli með honum. Ég var samt að fíla mig eins og gamla konu, það eru komnir nýjir nágrannar í blokkina á móti og það var svona líka mikil traffík. Ég fylgdist mjög áhugasöm með þessu öllu saman. Var komin með gægju-tækni og allt.
En svo brann ég, sem var ekki gaman þar sem pabbi var búin að taka alla sólarvörn á heimilinu með sér til Hollands. Seinna um daginn sá ég Soffu og Laufeyju á leiðinni út í ísbúð og skrapp með þeim og heilsaði upp á Eddu í leiðinni í vinnunni í Úrvalsfelli. Svo um kvöldið fór ég á kaffihús með Hildi, Lenu,Helgu,Signýju,Soffu og Arngunni. Við komum fyrst við á kaffibrennslunni en ákváðum að það væri ekki staðurinn fyrir okkur;D og fluttum okkur yfir á Mokka.
Allt í allt alveg ágætur dagur hjá mér. Svo þvoði ég líka þvott og hugsaði um að laga til inni hjá mér þannig að ég var dugleg líka:)
Helgin er svo eitthvað til þess að hlakka til, hún verður skemmtileg hvernig sem planið verður. Fúllt með tebóið þó:(
En whatever, gotta move on. Sérstök kveðja til siggu, steinu og auðar sem ég sá ekkert í dag. Og til Lenu fyrir að hlusta á svona rosalega góða tónlist í vinnunni.
Gúa***
Í dag var svona fullkominn sumardagur hjá mér, svona dagur sem maður hugsar til í febrúar. Ég eyddi eiginlega öllum deginum út á svölum að lesa og drekka sumardrykki sem voru mjög áhugaverðir þar sem það var frekar lítið um hráefni heima hjá mér. Hér er uppskriftin að einum : Diet Coke, hreinn appelsínusafi, sítrónudropar, klaki. Fyrir utan það að hann var ógeðslega brúnn á litinn þá var hann svo sem ágætur;) Mæli með honum. Ég var samt að fíla mig eins og gamla konu, það eru komnir nýjir nágrannar í blokkina á móti og það var svona líka mikil traffík. Ég fylgdist mjög áhugasöm með þessu öllu saman. Var komin með gægju-tækni og allt.
En svo brann ég, sem var ekki gaman þar sem pabbi var búin að taka alla sólarvörn á heimilinu með sér til Hollands. Seinna um daginn sá ég Soffu og Laufeyju á leiðinni út í ísbúð og skrapp með þeim og heilsaði upp á Eddu í leiðinni í vinnunni í Úrvalsfelli. Svo um kvöldið fór ég á kaffihús með Hildi, Lenu,Helgu,Signýju,Soffu og Arngunni. Við komum fyrst við á kaffibrennslunni en ákváðum að það væri ekki staðurinn fyrir okkur;D og fluttum okkur yfir á Mokka.
Allt í allt alveg ágætur dagur hjá mér. Svo þvoði ég líka þvott og hugsaði um að laga til inni hjá mér þannig að ég var dugleg líka:)
Helgin er svo eitthvað til þess að hlakka til, hún verður skemmtileg hvernig sem planið verður. Fúllt með tebóið þó:(
En whatever, gotta move on. Sérstök kveðja til siggu, steinu og auðar sem ég sá ekkert í dag. Og til Lenu fyrir að hlusta á svona rosalega góða tónlist í vinnunni.
Gúa***
<< Home