Hvað gerðir Þú um helgina?

4 June 2004

Sól og aftur sól :)

Hey!
Í dag var svona fullkominn sumardagur hjá mér, svona dagur sem maður hugsar til í febrúar. Ég eyddi eiginlega öllum deginum út á svölum að lesa og drekka sumardrykki sem voru mjög áhugaverðir þar sem það var frekar lítið um hráefni heima hjá mér. Hér er uppskriftin að einum : Diet Coke, hreinn appelsínusafi, sítrónudropar, klaki. Fyrir utan það að hann var ógeðslega brúnn á litinn þá var hann svo sem ágætur;) Mæli með honum. Ég var samt að fíla mig eins og gamla konu, það eru komnir nýjir nágrannar í blokkina á móti og það var svona líka mikil traffík. Ég fylgdist mjög áhugasöm með þessu öllu saman. Var komin með gægju-tækni og allt.
En svo brann ég, sem var ekki gaman þar sem pabbi var búin að taka alla sólarvörn á heimilinu með sér til Hollands. Seinna um daginn sá ég Soffu og Laufeyju á leiðinni út í ísbúð og skrapp með þeim og heilsaði upp á Eddu í leiðinni í vinnunni í Úrvalsfelli. Svo um kvöldið fór ég á kaffihús með Hildi, Lenu,Helgu,Signýju,Soffu og Arngunni. Við komum fyrst við á kaffibrennslunni en ákváðum að það væri ekki staðurinn fyrir okkur;D og fluttum okkur yfir á Mokka.
Allt í allt alveg ágætur dagur hjá mér. Svo þvoði ég líka þvott og hugsaði um að laga til inni hjá mér þannig að ég var dugleg líka:)
Helgin er svo eitthvað til þess að hlakka til, hún verður skemmtileg hvernig sem planið verður. Fúllt með tebóið þó:(
En whatever, gotta move on. Sérstök kveðja til siggu, steinu og auðar sem ég sá ekkert í dag. Og til Lenu fyrir að hlusta á svona rosalega góða tónlist í vinnunni.
Gúa***

posted by Gugga Rós at 12:23 am

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Rigning...
      • Nýjasti meðlimur bloggliðsins......

      Powered by Blogger