
Ég hef ákveðið að taka þær stöllur í sátt í anda jólanna:)
Annars var ég vakin af værum blundi áðan af einkar hyper símtali frá Lenu sem var að hlusta á One Tree Hill lagið og fann greinilega þörf fyrir að hringja í einhvern og syngja með:)
Það vakti mig þó allavega, en hér sit ég með te og frið í hjarta. Var að sjá pinkulitla frænda minn sem er nú rosalegt krútt. Síðasta prófið er á morgun, enska, og ég verð bara að segja að ég hlakka til að fara inn í herbergi og kveikja á öllum jólaljósunum og læra smá enskar glósur. Lífið er gott:)
<< Home