Hvað gerðir Þú um helgina?

5 June 2004

Almenn leiðindi

Vá hvað föstudagurinn var lengi að líða, þrátt fyrir allt. Ég eyddi nær öllum deginum í að gera hluti sem myndu alveg pottþétt láta hann líða hraðar en nei, það tókst ekki. Ég var líka alein heima, það hafði kannski eitthvað með það að segja. En ég fór samt í sund og setti í þvott og lagaði til og bakaði pitsu. Var alveg rosalega dugleg.
Svo komu stelpurnar til mín um kvöldið í þreyttasta vidjó-kvöld ever. Leigðum hálfa fyrstu seríuna af Sex and the city en Helga svaf í gegnum seinustu tvö þættina. Skondið þar sem hún fór svo lang síðust;) Sigga og Signý sýndu líka góða svefntakta. Myndirnar frá kvöldinu eru by the way komnar á síðuna.
Í dag er svo planið að fara í bæinn að finna gjöf handa Auði sem heldur Afmælisgrillveislu á morgun:) Það verður eitthvað flott. Þarf reyndar að kaupa fjórar afmælisgjafir í mánuðinum :( Fólk verður bara að sætta sig við eitthvað cheap..
Ég byrja í vinnunni á mánudaginn sem þýðir að ég þarf að vakna klukkan hálf sjö og taka strætó í laugardalinn. Ég verð örugglega eins og draugur, búinn að vakna klukkan 11 síðan skólinn kláraðist.

posted by Gugga Rós at 12:47 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Sól og aftur sól :)
      • Rigning...
      • Nýjasti meðlimur bloggliðsins......

      Powered by Blogger