Hvað gerðir Þú um helgina?

22 December 2004


Jólastemning:)
Maður tekur sig bara nokkuð vel út þarna þrátt fyrir smá samlögun við sófann svona í efri hlutanum sem gerir það að verkum að ég virðist vera ólétt, en það er baaaara COOL ;)
Jólaballið var bara skemmtilegt, allir í stuði og svona....
Annars eru bara tveir dagar til jóla fyrir ykkur sem eruð ekki alveg að ná því, usss ég er bara eins og upplýsingakassi hérna, ryð úr mér áhugaverðum commentum. En þar sem jólin eru að koma og svona þá er ég búin að vera að þrífa húsið hátt og lágt og var að laga til inni hjá mér eftir afmælið, svolítið seint kannski en betra seint en aldrei. Svo var ég að pakka inn jólagjöfum, það er ekkert eins jólalegt og að pakka inn gjöfum. Á samt eftir að pakka inn pakkanum hennar Siggu minnar en hann verður auðvitað extra flottur.
Gærkvöldið var sérstaklega jólafríslegt ( flott orð), fattaði það samt ekki fyrr en þegar ég var komin heim. Ég, Helga, Hildur, Lena, Steinvör og Signý horfðum á Cindarella Story sem er reyndar ein lélegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð, og Lena andvarpaði yfir fegurð ákveðins leikara.....Svo var farið í æsispennandi Gettu Betur spil þar sem Ég og Hildur komum með Comeback of The Year:) Eitthvað var svo krukkað í actionary líka.....
En nú finn ég góða lykt ofan frá og ég heyrði líka eitthvað minnst á rjóma þannig að það er mitt cue, þið vitið hvernig það er með rjóma og mig;)

posted by Gugga Rós at 3:31 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Maður bara orðin 17 ára og 2 daga!
      • Ég hef ákveðið að taka þær stöllur í sátt í anda ...
      • súpermódelið/svikari
      • husss svindlarar!
      • ANDSKOTINN Í SÓTSVÖRTU HELVÍTI!
      • Nu skal vi snakke dansk
      • tiny tim
      • líffræði fyrir lífið
      • Regla 3.8
      • hvor er det dejligt!

      Powered by Blogger