Síðustu dagar.
Sæl
Afsaka bloggleysið síðustu vikuna eða svo, ákvað að skella einu inn áður en það er liðin vika. Síðasta vikan hjá mér er búin að vera skemmtileg blanda af stuði og ekki stuði. Tveir afmælisdagar og svona. Náði reyndar ekki að óska Eddu til hamingju með afmælið á föstudaginn og biðst innilega afsökunar. Hún fær hér með afmæliskveðju frá mér ;)
Á fimmtudaginn veiktist ég svo allhressilega eftir nokkurra vikna slappleika. Fór heim úr skólanum og svaf í 5 tíma, vaknaði svo ,,hress" og fór að liggja uppi í sófa:) Sannfærði mömmu um að ég þyrfti ekki að selja miðann minn á Damien Rice seinna um kvöldið þar sem ég væri í góðum höndum með Lenu, Hildi og mömmu Lenu. Fór svo að hitta besta vin minn Damien og hann olli mér ekki vonbrigðum. Einir bestu tónleikar sem ég hef farið á og nokkur tár fengu að fljóta enda annað ekki hægt við svona undurfagra tónleika. Ég verð fremst í röðinni næst þegar hann kemur með alla hljómsveitina sína. Datt reyndar í hug hve tilfinningasöm ég er orðin, farin að gráta um víðan völl...í bíó á rómantískum ástarvellum, á tónleikum við fagran undirleik og sorglega texta, yfir stressi vegna skólans....já ég er bara að verða fyrsta flokks grenjuskjóða. Endilega segið frá ykkar viðkvæmu stundum á commentakerfinu svona til þess að sýna samkennd. Nema auðvitað að þið grátið ekki.
Jæja, annars teigðist úr tónleikunum og ég kom heim klukkan 1 eða eitthvað þannig. Fór beint í háttinn og mætti í skólann í ágætu stuði. Stuðið hélst í 2 tíma og þá slokknaði á partýperunni, ég fór svo heim í hádeginu og svaf AFTUR í 5 tíma. Vaknaði svo og eyddi kvöldinu í vídjógláp og nammi át með Heiðu og mömmu þar sem pabbi er í Hollandi. Leygðum A girl with a pearl earring sem var reyndar ekkert góð. Þannig að ekki leygja hana.
Svo hefur restin af helgini farið í að sofa og glápa á sjónvarpið og skrifa lélegasta íslenskuritgerð sem ég hef nokkurn tíma skrifað (allt í þykkum og góðum sokkum) þar sem mér hefur verið bannað að fara út úr húsi af móður minni ;) Alltaf jafn gaman samt hvernig mér tekst vel að tímasetja veikindi. Er búin að vera slöpp í margar vikur en veikist svo akkúrat þegar ég er að fara á tónleika um kvöldið. Er svo heima veik einu helgina þar sem eitthvað er að gerast öll kvöldin! Hve oft gerist það? Búin að missa af salsatíma, partýi, bíóferð og bíókvöldi. Ussussuss.......
Jú og þetta er það sem hefur drifið á mína daga:D veikindi og lærdómur. Sjáumst síðar kæru vinir.
Afsaka bloggleysið síðustu vikuna eða svo, ákvað að skella einu inn áður en það er liðin vika. Síðasta vikan hjá mér er búin að vera skemmtileg blanda af stuði og ekki stuði. Tveir afmælisdagar og svona. Náði reyndar ekki að óska Eddu til hamingju með afmælið á föstudaginn og biðst innilega afsökunar. Hún fær hér með afmæliskveðju frá mér ;)
Á fimmtudaginn veiktist ég svo allhressilega eftir nokkurra vikna slappleika. Fór heim úr skólanum og svaf í 5 tíma, vaknaði svo ,,hress" og fór að liggja uppi í sófa:) Sannfærði mömmu um að ég þyrfti ekki að selja miðann minn á Damien Rice seinna um kvöldið þar sem ég væri í góðum höndum með Lenu, Hildi og mömmu Lenu. Fór svo að hitta besta vin minn Damien og hann olli mér ekki vonbrigðum. Einir bestu tónleikar sem ég hef farið á og nokkur tár fengu að fljóta enda annað ekki hægt við svona undurfagra tónleika. Ég verð fremst í röðinni næst þegar hann kemur með alla hljómsveitina sína. Datt reyndar í hug hve tilfinningasöm ég er orðin, farin að gráta um víðan völl...í bíó á rómantískum ástarvellum, á tónleikum við fagran undirleik og sorglega texta, yfir stressi vegna skólans....já ég er bara að verða fyrsta flokks grenjuskjóða. Endilega segið frá ykkar viðkvæmu stundum á commentakerfinu svona til þess að sýna samkennd. Nema auðvitað að þið grátið ekki.
Jæja, annars teigðist úr tónleikunum og ég kom heim klukkan 1 eða eitthvað þannig. Fór beint í háttinn og mætti í skólann í ágætu stuði. Stuðið hélst í 2 tíma og þá slokknaði á partýperunni, ég fór svo heim í hádeginu og svaf AFTUR í 5 tíma. Vaknaði svo og eyddi kvöldinu í vídjógláp og nammi át með Heiðu og mömmu þar sem pabbi er í Hollandi. Leygðum A girl with a pearl earring sem var reyndar ekkert góð. Þannig að ekki leygja hana.
Svo hefur restin af helgini farið í að sofa og glápa á sjónvarpið og skrifa lélegasta íslenskuritgerð sem ég hef nokkurn tíma skrifað (allt í þykkum og góðum sokkum) þar sem mér hefur verið bannað að fara út úr húsi af móður minni ;) Alltaf jafn gaman samt hvernig mér tekst vel að tímasetja veikindi. Er búin að vera slöpp í margar vikur en veikist svo akkúrat þegar ég er að fara á tónleika um kvöldið. Er svo heima veik einu helgina þar sem eitthvað er að gerast öll kvöldin! Hve oft gerist það? Búin að missa af salsatíma, partýi, bíóferð og bíókvöldi. Ussussuss.......
Jú og þetta er það sem hefur drifið á mína daga:D veikindi og lærdómur. Sjáumst síðar kæru vinir.
<< Home