úje!
Þetta er kannski orðin gömul tugga en uppáhaldstónleikarnir mínir núna eru Lou Reed. Hann er kannski kominn á sextugsaldurinn en það er líf í Lou´s æðum! Ég, Helga og Heiða sátum orðlausar í stúkunni, sérstaklega þegar sellóistinn tók sólóið. Það var rosalegt. Svo var líka Satilite of love ógeðslega flott og Perfect day út úr heiminum. Svo voru líka lögin af Raven cool. Annars er ég komin á þá skoðun að það borgi sig alveg að punga út öðrum þúsundkalli fyrir stúkusæti. Svo fær maður líka að vera í návígi við stjörnurnar. Hver ætli hafi mætt á svæðið önnur en JULIA STILES!! Labbaði beint fram hjá okkur enda vorum við í svona fínum sætum á annarri röð. Það var svakaleg viðbót þó Heiða hafi nú verið æstust, fríkaði alveg út. Það er allt annað að sjá allt sem gengur á á sviðinu. Cool líka að sjá yfir mannfjöldann niðri. Annars er ég komin í vandræði með að velja á milli, það hafa bara verið allt of góðir tónleikar síðastliðin ár. Coldplay, Muse, Placebo, 50 cent, Diana Krall... Endalaust. Svo er ég náttla búin að missa af ýmsu líka. Damien Rice, Starsailor, fyrstu Coldplay tónleikarnir, Led Zeppilin ( var reyndar ekki fædd þá þannig að það er góð afsökun). Damien Rice er svo að koma aftur kannski, þá missi ég ekki af honum aftur. 20 ára aldurstakmark my ass. Svo má maður náttla ekki gleyma Foo Fighters, einu tónleikunum sem mér hefur virkilega leiðst á. Þar fór 4000 kall til einskis.
Skólinn svo alveg að byrja, bekkirnir komnir á netið. 4 nýjir annars ekki mikil breyting. 4-Z er andskoti cool. Hefur svona töffara hljóm segi ég. Lýst vel á þetta!
Er í Casa Christi, stofu 1. Oog umsjónarkennarinn er Þyri dönskukennari. Þá er það komið.
Fór í klippingu á föstudaginn og er bara nokkuð ánægð. Hárið svona mjúkt og fínt eins og alltaf eftir klippingu, væri til í að fara einu sinni í viku í klippingu. Hafa alltaf svona fínt hár.
Menningarnótt var í gær. Ég gerði mest lítið, horfði á Hallmark um daginn með Heiðu og borðaði allt of mikið af súkkulaði. Sem er reyndar orðið daglegur viðburður hjá mér. Ekki Hallmark heldur súkkulaðið það er að segja ;) Fór svo í bæinn með ömmu, mömmu og pabba um kvöldið. Komst að því að ég þekki öll lögin með Egó. Hélt ekki hefði aldrei heyrt í þeim. En svo ryfjaðist það nú upp fyrir mér að ég heyrði þetta allt hjá Palla á miklu yngri árum. Örugglega fyrir 10 árum. Uss nú er maður gamall. Ég er rétt að venjast því að muna eftir einhverju fyrir 10 árum. Finnst eins og ég eigi að hafa verið 3 ára þá. En nei, fyrir 10 árum var ég 6 ára.
Sem minnir mig á að ég var að skoða gamlar myndir um daginn frá Grandaskóladögunum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið og yfir bekkjarmyndinni frá 3. bekk. Eða 4. ?
Allavega eru ég og Auður svo ótrúlega nördalegar, samt sérstaklega ég :D Þarf að skanna hana inn í tölvuna einhverntíma, sýna hana ;) Hún er fyndin.
Annars hef ég ekkert annað að segja, engin niðurdrepandi orð um enda sumarsins þar sem ég er komin með nóg af því. Engar sorgarfréttir um byrjun skólaársins enda vita allir að það er að byrja. Svo er líka asnalegt að eyða dögum í fílu yfir því að skólinn sé að byrja. Mest allt árið er maður í skólanum og það hefur nú ekki drepið neinn enn svo hann er ekki það slæmur. Hins vegar getur maður fengið húðkrabba af sól svo skólinn er betri kostur.
Adios! Sjáumst í skólanum!
Skólinn svo alveg að byrja, bekkirnir komnir á netið. 4 nýjir annars ekki mikil breyting. 4-Z er andskoti cool. Hefur svona töffara hljóm segi ég. Lýst vel á þetta!
Er í Casa Christi, stofu 1. Oog umsjónarkennarinn er Þyri dönskukennari. Þá er það komið.
Fór í klippingu á föstudaginn og er bara nokkuð ánægð. Hárið svona mjúkt og fínt eins og alltaf eftir klippingu, væri til í að fara einu sinni í viku í klippingu. Hafa alltaf svona fínt hár.
Menningarnótt var í gær. Ég gerði mest lítið, horfði á Hallmark um daginn með Heiðu og borðaði allt of mikið af súkkulaði. Sem er reyndar orðið daglegur viðburður hjá mér. Ekki Hallmark heldur súkkulaðið það er að segja ;) Fór svo í bæinn með ömmu, mömmu og pabba um kvöldið. Komst að því að ég þekki öll lögin með Egó. Hélt ekki hefði aldrei heyrt í þeim. En svo ryfjaðist það nú upp fyrir mér að ég heyrði þetta allt hjá Palla á miklu yngri árum. Örugglega fyrir 10 árum. Uss nú er maður gamall. Ég er rétt að venjast því að muna eftir einhverju fyrir 10 árum. Finnst eins og ég eigi að hafa verið 3 ára þá. En nei, fyrir 10 árum var ég 6 ára.
Sem minnir mig á að ég var að skoða gamlar myndir um daginn frá Grandaskóladögunum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið og yfir bekkjarmyndinni frá 3. bekk. Eða 4. ?
Allavega eru ég og Auður svo ótrúlega nördalegar, samt sérstaklega ég :D Þarf að skanna hana inn í tölvuna einhverntíma, sýna hana ;) Hún er fyndin.
Annars hef ég ekkert annað að segja, engin niðurdrepandi orð um enda sumarsins þar sem ég er komin með nóg af því. Engar sorgarfréttir um byrjun skólaársins enda vita allir að það er að byrja. Svo er líka asnalegt að eyða dögum í fílu yfir því að skólinn sé að byrja. Mest allt árið er maður í skólanum og það hefur nú ekki drepið neinn enn svo hann er ekki það slæmur. Hins vegar getur maður fengið húðkrabba af sól svo skólinn er betri kostur.
Adios! Sjáumst í skólanum!
<< Home