Ja...veit ekki alveg hvað segja skal....
Ég lenti í bílslysi í dag. Í strætó í morgun með Rakel klesstu strætó og fólksbíll saman á Kringlumýrarbrautinni. Held að þessi furðulegheit sem ég kalla líf mitt þessa dagana séu farin að ganga aðeins of langt. Sem betur fer var heppnin með manninnum í fólksbílnum. Hann slasaðist nánast ekkert þrátt fyrir að fá strætó á fullri ferð í framanverða hliðina á bílnum. Þetta var alveg rosalegt sjokk enda vorum við bara þrjár litlar stelpur í strætó og hringdum því á 112 og fórum að athuga á manninum sem við héldum fyrst að væri stórslasaður. Hann var það sem betur fer ekki og er það eiginlega alveg ótrúlegt.
Hins vegar er það alveg jafn ótrúlegt hvernig lögreglan hagaði sér þegar hún kom á slysstað. Hún yrti ekki á okkur sem stóðum beint við hliðina á fólksbílnum og eftir að hafa athugað hvort það væri í lagi með manninn fóru þeir að teikna upp staðsetningu bílanna og spjalla við strætóbílstjórann sem virtist vera í algjörri afneitun. Við stóðum svo þarna saman í um það bil 10 mínútur og biðum eftir að einhver kæmi og talaði við okkur. Það gerðist ekki þannig að við hlupum eftir næsta strætó og fórum í vinnuna. Ég fór hins vegar hágrátandi heim eftir nokkrar mínútur (vælukjói) og pabbi hringdi í lögregluna til þess að athuga með líðan mannsins og að kvarta undan gjörðum lögreglumannanna. Þar fékk hann hins vegar ekki góðar undirtektir hjá vaktstjóra sem hóf að verja alla viðstadda frá lögreglunnar til strætóbílstjórans. Hann gekk meira að segja svo langt að gefa í skyn að ég væri ekki að segja rétt frá atburðinum. Pabbi sagði honum bara að það þyrfti eitthvað meira en lítið til þess að ég lægi hágrátandi uppi í sófa. Það stoppaði þá afsökun. Pabbi komst svo að því að það eru engin lög um hvað á að gera þegar strætó lendir í slysi. Hins vegar eru þá í gildi lög um stórslys þar sem margir þáttakendur eru. Þeim reglum var greinilega ekki fylgt þar sem þeir grensluðust ekki fyrir um hverjir væru þáttakendur í slysinu. Seinna um daginn talaði ég svo við Rakel en mamma hennar hringdi líka í lögregluna og lenti í sömu ókurteisinni. Þá sögðu þeir að strætóbílstjórinn hafi ekki gefið til kynna að farþegar hefðu verið í strætó og þeir því haldið að hann hafi verið tómur. Er þetta nú ein heimskulegasta afsökun sem ég hef heyrt um þar sem maður mundi nú frekar búast við því að farþegar væru í strætó en ekki. Þar að auki er ekki að búast við því að maður sem var að lenda í bílsysi hafi rænu til þess að segja hverjir hafi verið í bílnum með honum. Það á að vera eitt af fyrstu verkum lögreglunnar að komast að því hverjir séu þáttakendur í slysinu. Aðeins seinna hringdi svo einn lögreglumannanna sem kom á staðinn í Rakel, ekki til þess að biðjast afsökunar heldur til þess að segja enn einu sinni að þeir hafi haldið að við værum gangandi vegfarendur. Það er bara eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Í fyrsta lagi voru engir aðrir en við þrjár og bílstjórinn á staðnum. Að auki stóðum við alveg upp við bílana á miðri götunni og vorum að tala við bílstjórann og að reyna að hjálpa manninnum í hinum bílnum. Það var mun líklegra að við værum farþegar en vegfarendur. Í öðru lagi ætti það ekki að skipta máli hvort við værum vegfarendur eða farþegar, þeir áttu að tala við okkur og athuga hvort það væri í lagi með okkur. Jafnvel að koma okku burt frá slysstaðnum. Þetta gerðu þeir ekki og foreldrar okkar beggja voru ekki par sáttir og við reyndar ekki heldur. Pabbi og ég ætlum að senda bréf til lögreglunnar og setja fram opinbera kvörtun. Það er víst alveg það minnsta sem við getum gert. Ég verð að segja að ég er í sjokki að svona fái að viðgangast og yfirmenn lögreglunnar bregðist við kvörtunum með því að verja allt og alla og gefa í skyn að ég sé að ljúga þessu upp á lögreglumennina.
Þetta var ekkert alltof góður dagur.
Hins vegar er það alveg jafn ótrúlegt hvernig lögreglan hagaði sér þegar hún kom á slysstað. Hún yrti ekki á okkur sem stóðum beint við hliðina á fólksbílnum og eftir að hafa athugað hvort það væri í lagi með manninn fóru þeir að teikna upp staðsetningu bílanna og spjalla við strætóbílstjórann sem virtist vera í algjörri afneitun. Við stóðum svo þarna saman í um það bil 10 mínútur og biðum eftir að einhver kæmi og talaði við okkur. Það gerðist ekki þannig að við hlupum eftir næsta strætó og fórum í vinnuna. Ég fór hins vegar hágrátandi heim eftir nokkrar mínútur (vælukjói) og pabbi hringdi í lögregluna til þess að athuga með líðan mannsins og að kvarta undan gjörðum lögreglumannanna. Þar fékk hann hins vegar ekki góðar undirtektir hjá vaktstjóra sem hóf að verja alla viðstadda frá lögreglunnar til strætóbílstjórans. Hann gekk meira að segja svo langt að gefa í skyn að ég væri ekki að segja rétt frá atburðinum. Pabbi sagði honum bara að það þyrfti eitthvað meira en lítið til þess að ég lægi hágrátandi uppi í sófa. Það stoppaði þá afsökun. Pabbi komst svo að því að það eru engin lög um hvað á að gera þegar strætó lendir í slysi. Hins vegar eru þá í gildi lög um stórslys þar sem margir þáttakendur eru. Þeim reglum var greinilega ekki fylgt þar sem þeir grensluðust ekki fyrir um hverjir væru þáttakendur í slysinu. Seinna um daginn talaði ég svo við Rakel en mamma hennar hringdi líka í lögregluna og lenti í sömu ókurteisinni. Þá sögðu þeir að strætóbílstjórinn hafi ekki gefið til kynna að farþegar hefðu verið í strætó og þeir því haldið að hann hafi verið tómur. Er þetta nú ein heimskulegasta afsökun sem ég hef heyrt um þar sem maður mundi nú frekar búast við því að farþegar væru í strætó en ekki. Þar að auki er ekki að búast við því að maður sem var að lenda í bílsysi hafi rænu til þess að segja hverjir hafi verið í bílnum með honum. Það á að vera eitt af fyrstu verkum lögreglunnar að komast að því hverjir séu þáttakendur í slysinu. Aðeins seinna hringdi svo einn lögreglumannanna sem kom á staðinn í Rakel, ekki til þess að biðjast afsökunar heldur til þess að segja enn einu sinni að þeir hafi haldið að við værum gangandi vegfarendur. Það er bara eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Í fyrsta lagi voru engir aðrir en við þrjár og bílstjórinn á staðnum. Að auki stóðum við alveg upp við bílana á miðri götunni og vorum að tala við bílstjórann og að reyna að hjálpa manninnum í hinum bílnum. Það var mun líklegra að við værum farþegar en vegfarendur. Í öðru lagi ætti það ekki að skipta máli hvort við værum vegfarendur eða farþegar, þeir áttu að tala við okkur og athuga hvort það væri í lagi með okkur. Jafnvel að koma okku burt frá slysstaðnum. Þetta gerðu þeir ekki og foreldrar okkar beggja voru ekki par sáttir og við reyndar ekki heldur. Pabbi og ég ætlum að senda bréf til lögreglunnar og setja fram opinbera kvörtun. Það er víst alveg það minnsta sem við getum gert. Ég verð að segja að ég er í sjokki að svona fái að viðgangast og yfirmenn lögreglunnar bregðist við kvörtunum með því að verja allt og alla og gefa í skyn að ég sé að ljúga þessu upp á lögreglumennina.
Þetta var ekkert alltof góður dagur.
<< Home