Hvað gerðir Þú um helgina?

2 July 2004

ég bíð bara eftir því að það rigni froskum........

ég er nú bara farin að hætta að trúa lífinu þessa dagana......það er eins og Ashton Kutcher sé að punka mig eða eitthvað! Í dag gróf ég mann upp og svo aftur niður. Það er að segja ösku manns. Bandaríkjamenn eru algjörlega ruglaðir. Í vinnunni vorum við nokkrar að dunda okkur við að reyta arfa og setja hann svo í holur sem við gröfum í moldina ( þar sem hann verður svo hægt og rólega að mold sjálfur ). Svo fórum við í hádegishlé og komum aftur við það að bandarískt fólk var að grafa ösku vinar síns og arfaholuna okkar. Var það fólk komið til Íslands með ösku mannsins vegna þess að honum hafði alltaf langað til að koma til Íslands að þeirra sögn. Veit ekki alveg af hverju því fannst arfahola í grasagarðinum vera viðeigandi hvíldarstaður fyrir vin sinn. Svo báðu þau um að það væri kannski gróðursett eitthvað fallegt þarna eins og það væri daglegur viðburður að fólk kæmi og græfi vini sína í miðjum grasagarðinum.Svo fór það svo bara eftir að hafa kvatt hann í einni skrítnustu jarðarför sem sögum fer af. Nú Heiða vinnufélagi minn hélt svo áfram að setja arfa í holuna og kláraði svo að loka henni aftur. En hvað sér hún svo allt í einu....já askjan með öskunni var allt í einu komin upp úr holunni (gröfinni). Við skildum nú ekki alveg hvernig hún komst upp úr holunni en þetta var dálaglegt sjokk. Heiða kallaði svo á mig og saman grófum við arfann upp aftur og settum öskuna aftur ofan í. Já ég bíð nú bara eftir því að það fari að rigna froskum eins og komið er fyrir mér þessa dagana....Símtal frá Mexíkó víkur fyrir skyndi-jarðarför í grasagarðinum.

posted by Gugga Rós at 6:43 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Strange things are happening.................
      • átklúbbur
      • Love is in the air.....
      • Helgin...
      • Afmæli afmæli afmæli......
      • Jáhá! ;)
      • Jájájá Seisinú! Byrjaði í vinnunni í dag. 6:20 er...
      • Almenn leiðindi
      • Sól og aftur sól :)
      • Rigning...

      Powered by Blogger