G-Unit!
Usssususss maður veit aldrei hverju maður má búast við þegar farið er á tónleika. Ég hélt nú ekki að það yrði jafn brjálað stuð á G-Unit og það var. Var reyndar komin með efasemdir þegar Rottweiler hituðu upp og ég kunni ekki nema eina og eina setningu inn á milli. Það var skiljanlega ekkert allt of gaman. Þá svona rétt rifjaðist upp fyrir mér að ég kann svona 7 50 cent/ G-Unit lög. En Quarashi kom á svið og þeir voru brilliant, ekki var nú verra að Tiny mætti á Devitos eftir Laugardalshöll. Selebrity sighting í hæsta gæðaflokki.
En ég alveg hreint bráðnaði þegar G-Unit mættu loksins á sviðið. Það bara skipti ekki neinu máli hvort lögin voru þekkt eður ei. Auðvitað var alveg brjálað að heyra ,,in da club" ,,If i can´t do it" og svona slagara live. Stuðið var alveg í hámarki. Þeir voru svo kurteisir og góðir drengir, mjög svo almúgalegir þannig að þeir náðu alveg hlutdeild í hjarta mínu. Þeir virtust voðalega ánægðir með að vera hérna á Íslandi sem er auðvitað alltaf plús. Furðaði mig reyndar á því hve gott mál þeir töluðu. Ég heyrði bara f-orðið ekki neitt í millisamtölunum milli laga. Svo hrósuðu þeir íslenska bjórnum líka. Ég get nú ekki annað en vonað að ég skemmti mér eins vel á Lou Reed eftir minna en 2 vikur! Vá ég er alveg rugluð í öllum þessum tónleikum.
Tók alveg sérstaklega eftir því að fólk var minna í ýtingum og olnbogaskotum en á rokktónleikum. Reyndar soldið um að fólk reyndi að troðast fram fyrir okkur en Lena var nú þarna til þess að halda okkur á réttum stað ;)
Annars er stelpukvöld hjá Lenu næsta föstudag (vonandi?). Þannig að stuðið heldur bara áfram. Nú er um að gera að kaupa sér G-unit diskinn og halda partý-inu áfram heima við. Sletta úr klaufunum áður en skólinn byrjar!
SEE YA!
En ég alveg hreint bráðnaði þegar G-Unit mættu loksins á sviðið. Það bara skipti ekki neinu máli hvort lögin voru þekkt eður ei. Auðvitað var alveg brjálað að heyra ,,in da club" ,,If i can´t do it" og svona slagara live. Stuðið var alveg í hámarki. Þeir voru svo kurteisir og góðir drengir, mjög svo almúgalegir þannig að þeir náðu alveg hlutdeild í hjarta mínu. Þeir virtust voðalega ánægðir með að vera hérna á Íslandi sem er auðvitað alltaf plús. Furðaði mig reyndar á því hve gott mál þeir töluðu. Ég heyrði bara f-orðið ekki neitt í millisamtölunum milli laga. Svo hrósuðu þeir íslenska bjórnum líka. Ég get nú ekki annað en vonað að ég skemmti mér eins vel á Lou Reed eftir minna en 2 vikur! Vá ég er alveg rugluð í öllum þessum tónleikum.
Tók alveg sérstaklega eftir því að fólk var minna í ýtingum og olnbogaskotum en á rokktónleikum. Reyndar soldið um að fólk reyndi að troðast fram fyrir okkur en Lena var nú þarna til þess að halda okkur á réttum stað ;)
Annars er stelpukvöld hjá Lenu næsta föstudag (vonandi?). Þannig að stuðið heldur bara áfram. Nú er um að gera að kaupa sér G-unit diskinn og halda partý-inu áfram heima við. Sletta úr klaufunum áður en skólinn byrjar!
SEE YA!
<< Home