Hvað gerðir Þú um helgina?

24 July 2004

Fríið mitt

Ég ákvað að taka mér tíma til þess að blogga.  Ég hef bara ekki verið jafn sorgleg í langan tíma. Klukkan er 12 á föstudagskvöldi og ég er að skoða myndir í tölvunni og láta mér leiðast því ég nennti ekki að hringja í stelpurnar. Samt vissi ég um þetta líka brjálaða partý bara rétt hjá mér. Það er enn ekki of seint að fara, eeen ég nenni ekki að fara því ég verð örugglega bráðum þreytt. Hve latur getur maður orðið ég bara spyr?

Annars er nóg búið að vera í gangi hjá mér þessa dagana. Afi hélt upp á áttræðisafmæli hjá okkur í gær með pompti og prakt. Ammi (amma og afi) gista hjá okkur og verða eitthvað áfram. Ég fór í keilu fyrr í kvöld með frænkum mínum, sannkölluð fjölskylduvika hjá mér. Reyndar ekki búin að styrkja vináttuböndin jafn mikið, þarf að fara að standa mig betur. Það er bara svo kósí að vera einn heima að lesa eða horfa á sjónvarpið. Sorrí stelpur :(

Jújú síðan ég kláraði vinnuna er ég nú samt ekkert búin að vera allt of löt, hef verið upptekin við að laga til. Svo er ég að venjast því að þurfa ekki að vakna klukkan korter yfir sex alla daga. Fyrst vaknaði ég alltaf klukkan hálf átta og hélt ég væri of sein. En nei nei. Ekkert á dagskránni hjá mér þessa dagana nema að liggja í rólegheitunum og njóta þess að sumarið sé að klárast.

posted by Gugga Rós at 12:05 am

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Sumarfrí humarfrí
      • lag dagsins....
      • sumarfrí!
      • Placebo!
      • Ja...veit ekki alveg hvað segja skal....
      • buhhuhhuuhhhhh!!!!!!!!
      • ég bíð bara eftir því að það rigni froskum........
      • Strange things are happening.................
      • átklúbbur
      • Love is in the air.....

      Powered by Blogger