Fríið mitt
Ég ákvað að taka mér tíma til þess að blogga. Ég hef bara ekki verið jafn sorgleg í langan tíma. Klukkan er 12 á föstudagskvöldi og ég er að skoða myndir í tölvunni og láta mér leiðast því ég nennti ekki að hringja í stelpurnar. Samt vissi ég um þetta líka brjálaða partý bara rétt hjá mér. Það er enn ekki of seint að fara, eeen ég nenni ekki að fara því ég verð örugglega bráðum þreytt. Hve latur getur maður orðið ég bara spyr?
Annars er nóg búið að vera í gangi hjá mér þessa dagana. Afi hélt upp á áttræðisafmæli hjá okkur í gær með pompti og prakt. Ammi (amma og afi) gista hjá okkur og verða eitthvað áfram. Ég fór í keilu fyrr í kvöld með frænkum mínum, sannkölluð fjölskylduvika hjá mér. Reyndar ekki búin að styrkja vináttuböndin jafn mikið, þarf að fara að standa mig betur. Það er bara svo kósí að vera einn heima að lesa eða horfa á sjónvarpið. Sorrí stelpur :(
Jújú síðan ég kláraði vinnuna er ég nú samt ekkert búin að vera allt of löt, hef verið upptekin við að laga til. Svo er ég að venjast því að þurfa ekki að vakna klukkan korter yfir sex alla daga. Fyrst vaknaði ég alltaf klukkan hálf átta og hélt ég væri of sein. En nei nei. Ekkert á dagskránni hjá mér þessa dagana nema að liggja í rólegheitunum og njóta þess að sumarið sé að klárast.
Annars er nóg búið að vera í gangi hjá mér þessa dagana. Afi hélt upp á áttræðisafmæli hjá okkur í gær með pompti og prakt. Ammi (amma og afi) gista hjá okkur og verða eitthvað áfram. Ég fór í keilu fyrr í kvöld með frænkum mínum, sannkölluð fjölskylduvika hjá mér. Reyndar ekki búin að styrkja vináttuböndin jafn mikið, þarf að fara að standa mig betur. Það er bara svo kósí að vera einn heima að lesa eða horfa á sjónvarpið. Sorrí stelpur :(
Jújú síðan ég kláraði vinnuna er ég nú samt ekkert búin að vera allt of löt, hef verið upptekin við að laga til. Svo er ég að venjast því að þurfa ekki að vakna klukkan korter yfir sex alla daga. Fyrst vaknaði ég alltaf klukkan hálf átta og hélt ég væri of sein. En nei nei. Ekkert á dagskránni hjá mér þessa dagana nema að liggja í rólegheitunum og njóta þess að sumarið sé að klárast.
<< Home