Hvað gerðir Þú um helgina?

23 December 2004

Jólabloggið mitt!

Gleðileg jól öllsömul, nú styttist í þetta:)
Búin að vera einkar jólaleg Þorláksmessa í ár, hitti stelpurnar í hádeginu og skiptist á gjöfum sem var kósí þó að minn félagi hafi ekki mætt. Fór því í aukaferð út í Melabúðina að hitta dugnaðarforkinn og afhenda gjöfina mína. Svo var farið heim að skúra sem var óvenju jólalegt, hef eiginlega aldrei skúrað neitt í miklu magni allavega þannig að kannski verður það bara eitthvað svona jólathing hjá mér;)
Svo er búið að pakka inn gjöfum, skreyta jólatréð og liggja uppi í rúmi og blása sápukúlur upp í loftið með Mad world með Kat Stevens á fóninum, það var rosalega gaman, fékk bara ekki nóg. Er einhver sammála mér í því að poppjólalög séu bara mesta hörmung sem hefur heyrst í útvarpi? Ég er allavega komin með upp í kok af þeim, hlusta bara á Skonrokk og X-ið þessa dagana til þess að losna við þau.
Svo fórum við fjölskyldan í bæinn og fundum sæti á kaffihúsi til tilbreytingar. Skipti geisladisk og fékk mér Best of Placebo í staðinn, gaman að fá sér eitthvað í staðinn fyrir að hugsa stanslaust um að gjefa e-m öðrum. Held að gjafmildi mín sé að renna út.....
En þetta verður eina jólabloggið mitt þetta árið en kem aftur að vörmu spori með gamlárskvöldsblogg beint frá höfuðstað Norðurlands, Akureyri:)
PS:fann myndir í tölvunni sem ég hef bara aldrei séð áður, held að forritið sem setji myndirnar á netið fyrir mig sé að sleppa sumum....set þær kannski inn við tækifæri.
En GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!!!!!!!

posted by Gugga Rós at 10:31 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Jólastemning:) Maður tekur sig bara nokkuð vel út...
      • Maður bara orðin 17 ára og 2 daga!
      • Ég hef ákveðið að taka þær stöllur í sátt í anda ...
      • súpermódelið/svikari
      • husss svindlarar!
      • ANDSKOTINN Í SÓTSVÖRTU HELVÍTI!
      • Nu skal vi snakke dansk
      • tiny tim
      • líffræði fyrir lífið
      • Regla 3.8

      Powered by Blogger