Hvað gerðir Þú um helgina?

4 January 2005

Of margir ofmeta það sem þeir eru ekki og vanmeta það sem þeir eru

Jahá fyrsti skóladagurinn bara búinn og það versta afstaðið. Til hamingju með það. Ætli dagurinn hafi ekki bara einkennst af þreytu og voða lítið annað gerðist. Stóð til dæmis í óratíma fyrir framan sjálfsala í Cösu og pældi í því af hverju það væri ekki ljós í honum og hvernig gæti staðið á því að hann tæki ekki neina af peningunum mínum, það loksins kviknaði á perunni og ég fattaði að það var ekki kveikt á honum. Já svona og margt margt fleira getur komið fyrir á fyrsta skóladeginum. Svo var skoðað feiknamikið magn af jólaprófum og farið fyrr út úr tímum og svona, bara fínt svosem. Annars er ég voða dugleg stelpa búin að læra heima og ennþá vakandi og klukkan að nálgast 8 ég er hlessa á dugnaði mínum.
Samtal dagsins:
Heiða: Bíddu er þetta öll dagskráin á Skjá Einum í kvöld?
Mamma: Já, það er einhver leikur þarna.
Heiða: Hva? Á hann bara að vera allt kvöldið? Hvað er að!
Mamma: Já, það er bara eitthvað að þeim, líka á ríkissjónvarpinu!
Heiða: Djísús það ætti bara að skjóta svona fólk! Að eyðileggja svona dagskrána!
(Já við erum ekkert allt of hlynnt íþróttum í sjónvarpi á þessu heimili...)
Gamalt og gott: Stelpur þetta er allt í lagi, við erum bara allar með ólík sköp!
Já það er gaman að vera til:) Hérna er linkur á síðu málaskólans sem ég og auður ætlum að fara í!
See ya, pee ya pants.

posted by Gugga Rós at 7:24 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • 2004 í máli og myndum.....
      • Áramótagleði!
      • Jólabloggið mitt!
      • Jólastemning:) Maður tekur sig bara nokkuð vel út...
      • Maður bara orðin 17 ára og 2 daga!
      • Ég hef ákveðið að taka þær stöllur í sátt í anda ...
      • súpermódelið/svikari
      • husss svindlarar!
      • ANDSKOTINN Í SÓTSVÖRTU HELVÍTI!
      • Nu skal vi snakke dansk

      Powered by Blogger