Hvað gerðir Þú um helgina?

25 September 2007

Amerískir dagar í Hagkaupum og fleira

Ég hata Ameríska daga í Hagkaupum. Hörð yfirlýsing sem á þó fyllilega rétt á sér. Í fyrsta lagi eru auglýsingarnar fyrir þá með þeim ömurlegustu sem heyrast í útvarpi, aðeins skárri en sú fyrir Danska Daga samt ég gef þeim það. Í öðru lagi er allur matur frá Ameríku ógeðslegur, ógeðslega girnilegur það er að segja. Ég labbaði út úr Hagkaup áðan með Pik-Nik, Oreos, muffins og Pepsi Max skreytt "Made in USA" miðum. Jú og gerlaust brauð, ekki má gleyma því. Maður verður að halda sig í hollustunni, ekkert ger í mitt brauð nei takk!
Nú liggur Oreo-ið óhreyft við hliðina á mér, muffinsið er komið hálfklárað í ruslið og ég var að átta mig á því að Pik-Nik er bara gott á jólunum. Pepsi Maxið sem ég fór út í búð að kaupa til að byrja með er það eina sem ekki hefur valdið mér djúpstæðum vonbrigðum. Ég er niðurbrotin manneskja, 839 kr. blankari og sjálfstraustið í molum. Ég þori ekki að hætta mér á Eiðistorg það sem eftir er vikunnar, hver veit ég gæti tekið upp á því að kaupa mér Ben&Jerry´s eða hnetusmjör næst. Ojj.
Í m0rgun hlustuðum við Heiða á Létt 96,7 meðan við tókum okkur til inni á baði. Hver sem valdi þann lagalista sem fékk þar að hljóma á skilið mikið lof. 10 mínútur af dramaballöðum með Natastha Bedingfield, Tony Braxton og fleirum svona rétt í morgunsárið. Einmitt það sem hressir fólk við á þriðjudagsmorgni. Ég var næstum því farin að grenja af gleði þegar UB40 fékk að hljóma.

Það er magnað upp á hverju ég tek þegar ritgerð, fyrilestur og skilaverkefni nálgast í tonnatali. Jæja, þá er mitt haustblogg komið. Næst heyrist líklegast frá mér um jólaprófin.

Guðrún Rós Árnadóttir

posted by Gugga Rós at 2:13 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger