Hvað gerðir Þú um helgina?

3 November 2008

Framtíð Guðrúnar



Allt í einu er ég farin að plana líf mitt 2 og 1/2 mánuð fram í tímann með 3 mismunandi dagatöl og reiknivél, hvernig gerðist það? Þetta þykir mér mjög fullorðins.Ég hef mínar efasemdir um allt fullorðins.

Ég er að hugsa um að gefa mér smá spark í rassinn, samt ekki núna. Núna er klukkan fimm mínútur í þrjú, ekki rétti tíminn fyrir sparkírassinn. En seinna pottþétt...bráðum. Það tengist þessum vettvangi, sparkið það er. Einstaklega spennandi, þetta spark.

Helgin fór ekki eins og ég planaði. Í staðinn fyrir almenna gleði og lærdóm lá ég í rúminu. Allan daginn. Þrjá daga í röð. Mjög óspennandi stöff. Búin að horfa aðeins of mikið á sjónvarpið.
Næstu helgi ætla ég að fara í felur til Akureyrar ásamt námsbókunum. Þar mun ég sitja í lesrými bókasafnsins og skrifa ritgerð.
Árið 1908 var fullkomið lýðræði í Reykjavík.

Ef ég er heppin fæ ég kannski líka smá ömmubakstur.
Jæja ég hef enn á ný valdið mér gríðarlegum vonbrigðum með andleysi. Eina sem þetta blogg hefur sér til varnar er myndin af Rúrý ömmu berfættri á mótorhjóli. Segjum þetta gott.
Bless.

posted by Gugga Rós at 2:39 am

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...
      • Úff
      • Reginn
      • Sólskin á klakanum
      • Sjónvarpsþættir
      • Þegar dagar fara ekki í neitt....
      • Update
      • All By Myself
      • 222 færslan
      • Sumarlíf, gæsluvöllurinn og bíóþrá

      Powered by Blogger