All By Myself
Vá bugunarmánudagur BugunarmánudagannA er liðinn. Honum lauk á slaginu 23:00 þegar ég stóð í sturtu með FM í blasti mér til yndisauka og All By Myself með Celine Dion kom á fóninn. Þetta var svo yndisleg stund, ég hló án gríns meira en ég hef gert lengi. Þarna fékk ég sönnun um að My Heart Will Go On án Lenu á klakanum, ég hefði alveg getað farið að grenja, látið mig leka niður á sturtugólfið og á endanum sofnað og drukknað eftir að hárið mitt flæktist í niðurfallinu og stíflaði það. En ég hló, ég hló, ég skelliskellihló eins og þarna amman á þakinu í laginu eða eitthvað. Þetta var svo mátulegt á mig, að vorkenna mér svona voðalega hele dagen og gefa mig á vald mánudagsmæðunnar og svo setur bara einhver snillingur Miss. Dion á og sendir mér tóninn, örlögin maður örlögin...já vá þetta var skemmtileg sturtustund.
Annars náði ég að afreka ýmislegt í dag, til dæmis sofnaði ég í vinnunni í fyrsta skipti. Það var reyndar í kaffitíma en afrek engu síður, þarna svaf ég í heilar 25 mínútur í litlum barnasófa þar til ég vaknaði við að verið var að leggja á borð.
Svo eldaði ég líka stórmáltíð, tvo heila kjúklinga og svínasnitsel jahérnahér. Frystirinn okkar er sjáiði til bilaður og þar af leiðandi þarf stundum að taka rassíu og elda allt kjöt sem til er í ískápnum. Þarna stóð ég semsagt í eldhúsinu og multitaskaði eins og algjör pro. Tímasetti allt í perfectioon, bjó til tvær tegundir af sósu, marineraði svínasnitsel eins og ég hafi gert það allt mitt líf og skolaði kjúklingana, kryddaði og dansaði kjúklingatangó við þá. Þetta var magnað, svo ekki sé minnst á grænmetið sem ég skar, saxaði og setti í skálar. Major.
Annars er kannski bara fínt að enda á smá ást til Lenu sem sefur nú vært í Stokkhólmi, nema náttúrulega að hún hafi hent sér beint á djammið með sykurpúðunum.
<< Home