Bara svolítið að bíða..
Ég var að bíða eftir tækifæri til þess að blogga á netinu í símanum, það fannst mér ógurlega spennandi en nú get ég ekki beðið lengur með þetta stöff enda rennur mér blóðið til skyldunnar að blogga fyrir mínu dularfullu lesendur (hmmm...). Það er ekki mikið að frétta samt nema að ég elska vinnuna mína, Elska með stóru E-i á eftir kommu. En það er heldur ekkert skrítið. Núna er ég bara að bíða eftir að diskurinn sem ég er að stela af netinu niðurhlaðist. Það gengur ekkert vel, bara 3.6% búin. Það væri ánægjulegt gengi niðurhlaðningin betur. Það væri óskandi. En Phil Collins-Greatest Hits er alveg þess virði að bíða eftir.
Meðfylgjandi er mynd af okkur á leið í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Sjís hvað ég var spennt!
<< Home