Popp og Kók, Tólf Tíma Svefn, Uppskeruhátíð og Hróarskelda
Popp og kók: Ég hef ákveðið að gera bloggreynsluna hátíðlegri en hún hefur hingað til verið til þess að sporna gegn því að annað eins ár og 2007 eigi sér stað (6 póstar samtals). Popp og kók er hluti af þessari allsherjar yfirhalningu. Namm namm örbylgjupopp, namm namm pepsi max.
Shís þessi töffari töffaranna er á leiðinni á Hróa í ár og ég líka.
Í dag var uppskeruhátíð leikskólans og í tilefni dagsins fóru allir í fjöruferð út í Gróttu. Það var massastuð í tvo tíma, skeljar týndar, fiskar veiddir með háfum og Karlinn skilinn eftir undir kletti (karl sat undir kletti og kordur sínar sló, hann hafði skegg svo skrítið og skögultönn og hló....). Þetta eru reyndar ekki myndir af Gróttuferðinni heldur leikskólamyndir af sjálfri mér frá Danmörku, veðrið var helst til ljúfara þar en í dag.
Nú er ég búin að sofa í tólf tíma tvisvar á síðustu fjórum nóttum, ég held að ég sé að fá svefnveikina!
<< Home