Bloggfærsla númer 203=Leikskólalíf

Undanfarnar vikur hef ég starfað á leikskólanum Mánabrekku á hinu gullfagra Seltjarnarnesi og hef þar notið aðstoðar Siggu Gangsta-Gyðu við að koma mér inn í nýja djobbið og aðlagast leikskólatempói enda ráðin sem eftirmaður hennar á hinni stórskemmtilegu deild Grænumýri þar sem uppátækjasöm 3-4-5 ára börn ráða ríkjum en stúlkan sú (S-igga) ætlar sér að dvelja í Buenos Aires um hríð að stúdera spænskar sagnir.
frh síðar, farin á kaffihús að stunda kynsvall og sukkerí
Part 2: Já, eins og ég var að segja er stuð á leikskólanum Mánabrekku og þar á ég í ýmsum hressum samtölum við krakkana. Til dæmis þessu:
Ónefnd stúlka: Heyrðu heyrðu, veistu ég var síðust að koma aftur inn á deild.
Ég: Nú, af hverju?
ÓS: Út af því að ég var bara að kúka svo mikið.
Ég: Umm, jáá það er bara það.
Kvót dagsins kemur frá óvæntri átt: Dóttir þín er fáviti.
<< Home