Fokk, hvað er ég búin að koma mér út í?
Djöfull hata ég heiminn.
Ég trúi því ekki að ég hafi skilið við sólina á Íslandi fyrir þetta.
Þetta og meira meira meira sem er of hart til að skrifa hér var running through my mind á leiðinni/ í röðinni á HRÓARSKELDU 2007. Shit hvað ég hef aldrei verið bakpokatípan en eftir þetta verður erfitt að sannfæra mig um að skella einum slíkum á bakið á ný. 12 kíló-a þurr bakpoki verður nefnilega 20 kíló-a bakpoki í rigningu og boy did it rain. Eftir margra klukkutíma ferðalag komum við á Hróarskeldulestarstöðina og fundum fyrir langa langa leigubílaröð. Einhverjar góðhjartaðar íslenskar gellur komu okkur þó í samband við Hassan frá Pakistan sem var til í að skutla okkur á Hróarskeldu fyrir smápening. Hassan var indælisnáungi sem hlustaði á skemmtilega tónlist og var með falleg augu. Við komuna á Hróarskeldusvæðið lentum við í rosalangri röð inn á svæðið en í henni heyrði ég einmitt óminn af Arcade Fire tónleikunum og grét sáran. Því tók reyndar enginn eftir vegna hellidembu. Við sáum ekki metra fram fyrir okkur, vissum ekki hvar í ósköpunum við vorum og áttum í erfiðleikum með að ganga sökum drullupolls sem þakti svona um það bil allt svæðið í heild sinni. Eftir að umræddur bakpoki og bakið mitt höfðu átt í ástar/hatur sambandi í fleiri fleiri klukkutíma náðum við að setja draslið okkar í geymslu og ákváðum að skella okkur á Bjarkar tónleikana, síðustu tónleika fimmtudagsins. Björk stóð sig vel og kallarnir á skrítnu ljósavélinni hennar stóðu sig vel og tónleikarnir voru massaflottir. Reyndar held ég að kuldaskjálfti minn hafi verið mistekinn fyrir misheppnaðann krump dans en það er allt í lagi. Ég er svo kúl að ekkert getur mig skaðað.
Þá var klukkan orðin ellefu um kvöld, myrkur fallið á, ennþá hellidemba og við vissum ekkert hvar við áttum að gista. Eftir stutta heimsókn í aukatjald PTC sem reyndist vera fullt af vatni enda standandi í 10 cm drullupolli ákváðum við að beila, já beila á Hróa og freista gæfunnar í Köben. Þá var klukkan um 12. Hlupum af stað að ná í draslið okkar, komumst að því að það væru 500 á undan okkur í rúturöð til Roskilde lestarstöðvarinnar og ákváðum að labba þangað. Það átti að taka 40 mínútur. 40 mínútum síðar sagði einhver okkur að við værum hálfnaðar. Það var bömmer. Við vorum ekki í góðum fílíng. Þegar að við komum á lestarstöðina fengum við að vita að síðasta lest væri farin. Svo fengum við að vita að aukalest ætti að koma eftir klukkutíma. Gyða sofnaði á lestarstöðinni, miðavélin virkaði ekki og ég og Magga bjuggum til áætlun um hvernig við ættum að komast í lest sem allt allt of margir voru að bíða eftir. Áætlunin snerist um að nýta okkur séríslenska hæfileika okkar í ruddaskap og dónalegheitum í röðinni í lestina. Það tókst, við komumst fremst í röðina, náðum sætum og alles og Gyða og ég steinsofnuðum meðan Magga reyndi að spjalla. Klukkan 6 um nóttina komum við á hótelið okkar í Kaupmannahöfn sem reyndist vera það eina með laus herbergi enda sáum við fleiri roskilde-fara þar. Gyða var með óráði vegna ofþornunar og þreytu en ég og Magga sigruðumst á ótta okkar og kíktum í bakpokana. Öll fötin okkar voru rennandi blaut. Fórum að sofa.
Við svefn og sturtu urðu ákveðin þáttaskil í ferðinni. Hún hætti að vera ömurleg til dæmis. Og ég get hætt að væla.
Næsta dag versluðum við á prikinu, fórum á Mac Donalds og vorum túristalegar. Síðan fórum við til Dags og Lísu í fínu íbúðina þeirra, borðuðum pizzu, drukkum bjór og fórum síðan á magnaða Kiss tónleika. Á laugardaginn fórum við síðan aftur á Hróarskeldu og skemmtum okkur fáránlega vel á ýmsum minni tónleikum og The Who og Red Hot Chilly Peppers. Sunnudagurinn var síðan frábær, veðrið yndislegt og Lísa og Dagur fóru með okkur til Kristjaníu og buðu okkur í Tívolíið. Fengum okkur danskan kúluís, danskan risabjór og fórum í danskan rússíbana.
Og nú er ég komin heim, búin að taka allt upp úr töskunni minni og það eru 6 dagar í að ég fer til Brighton. Vííí....bæ!
Djöfull hata ég heiminn.
Ég trúi því ekki að ég hafi skilið við sólina á Íslandi fyrir þetta.
Þetta og meira meira meira sem er of hart til að skrifa hér var running through my mind á leiðinni/ í röðinni á HRÓARSKELDU 2007. Shit hvað ég hef aldrei verið bakpokatípan en eftir þetta verður erfitt að sannfæra mig um að skella einum slíkum á bakið á ný. 12 kíló-a þurr bakpoki verður nefnilega 20 kíló-a bakpoki í rigningu og boy did it rain. Eftir margra klukkutíma ferðalag komum við á Hróarskeldulestarstöðina og fundum fyrir langa langa leigubílaröð. Einhverjar góðhjartaðar íslenskar gellur komu okkur þó í samband við Hassan frá Pakistan sem var til í að skutla okkur á Hróarskeldu fyrir smápening. Hassan var indælisnáungi sem hlustaði á skemmtilega tónlist og var með falleg augu. Við komuna á Hróarskeldusvæðið lentum við í rosalangri röð inn á svæðið en í henni heyrði ég einmitt óminn af Arcade Fire tónleikunum og grét sáran. Því tók reyndar enginn eftir vegna hellidembu. Við sáum ekki metra fram fyrir okkur, vissum ekki hvar í ósköpunum við vorum og áttum í erfiðleikum með að ganga sökum drullupolls sem þakti svona um það bil allt svæðið í heild sinni. Eftir að umræddur bakpoki og bakið mitt höfðu átt í ástar/hatur sambandi í fleiri fleiri klukkutíma náðum við að setja draslið okkar í geymslu og ákváðum að skella okkur á Bjarkar tónleikana, síðustu tónleika fimmtudagsins. Björk stóð sig vel og kallarnir á skrítnu ljósavélinni hennar stóðu sig vel og tónleikarnir voru massaflottir. Reyndar held ég að kuldaskjálfti minn hafi verið mistekinn fyrir misheppnaðann krump dans en það er allt í lagi. Ég er svo kúl að ekkert getur mig skaðað.
Þá var klukkan orðin ellefu um kvöld, myrkur fallið á, ennþá hellidemba og við vissum ekkert hvar við áttum að gista. Eftir stutta heimsókn í aukatjald PTC sem reyndist vera fullt af vatni enda standandi í 10 cm drullupolli ákváðum við að beila, já beila á Hróa og freista gæfunnar í Köben. Þá var klukkan um 12. Hlupum af stað að ná í draslið okkar, komumst að því að það væru 500 á undan okkur í rúturöð til Roskilde lestarstöðvarinnar og ákváðum að labba þangað. Það átti að taka 40 mínútur. 40 mínútum síðar sagði einhver okkur að við værum hálfnaðar. Það var bömmer. Við vorum ekki í góðum fílíng. Þegar að við komum á lestarstöðina fengum við að vita að síðasta lest væri farin. Svo fengum við að vita að aukalest ætti að koma eftir klukkutíma. Gyða sofnaði á lestarstöðinni, miðavélin virkaði ekki og ég og Magga bjuggum til áætlun um hvernig við ættum að komast í lest sem allt allt of margir voru að bíða eftir. Áætlunin snerist um að nýta okkur séríslenska hæfileika okkar í ruddaskap og dónalegheitum í röðinni í lestina. Það tókst, við komumst fremst í röðina, náðum sætum og alles og Gyða og ég steinsofnuðum meðan Magga reyndi að spjalla. Klukkan 6 um nóttina komum við á hótelið okkar í Kaupmannahöfn sem reyndist vera það eina með laus herbergi enda sáum við fleiri roskilde-fara þar. Gyða var með óráði vegna ofþornunar og þreytu en ég og Magga sigruðumst á ótta okkar og kíktum í bakpokana. Öll fötin okkar voru rennandi blaut. Fórum að sofa.
Við svefn og sturtu urðu ákveðin þáttaskil í ferðinni. Hún hætti að vera ömurleg til dæmis. Og ég get hætt að væla.
Næsta dag versluðum við á prikinu, fórum á Mac Donalds og vorum túristalegar. Síðan fórum við til Dags og Lísu í fínu íbúðina þeirra, borðuðum pizzu, drukkum bjór og fórum síðan á magnaða Kiss tónleika. Á laugardaginn fórum við síðan aftur á Hróarskeldu og skemmtum okkur fáránlega vel á ýmsum minni tónleikum og The Who og Red Hot Chilly Peppers. Sunnudagurinn var síðan frábær, veðrið yndislegt og Lísa og Dagur fóru með okkur til Kristjaníu og buðu okkur í Tívolíið. Fengum okkur danskan kúluís, danskan risabjór og fórum í danskan rússíbana.
Og nú er ég komin heim, búin að taka allt upp úr töskunni minni og það eru 6 dagar í að ég fer til Brighton. Vííí....bæ!
<< Home