Þar sem ég er orðin svo langþreytt...
á því að aðrir bloggi ekki hef ég ákveðið að líta í eigin barm og koma frá mér helstu fréttum.
1. Ég er flutt út á nes. Jahá nú hef ég einu sinni skrifað póstnúmerið 170 og bæjarfélagið Seltjarnarnes (Snes kýs ég að kalla það eða S-nes eins og Fjodor kallinn myndi segja). Það var í tilefni flugmiðakaupa sem ég skráði þetta. Það kemur mér að næsta punkti.
2. Ég er að fara til London í haustfríinu með á annan tug lítilla ærslinga. Það verður partey...En að sjálfsögðu verður líka stuð heima á árshátíðinni (þetta var fyrir þig lena pena)
3. Lena svo heima í næsta punkti því hún á afmæli á morgun og verður þá allt í einukominn á einn ómerkilegasta aldurinn 19 ára. Hann er í fríðum flokki 27-37-47-57-67 og 87. Það þykja mér ómerkilegir aldrar. Nú er ég komin út í ansi vafasama beygingu á orðinu aldur. En 77 og 97 eru flottir afmælisdagar. Annars hefur 7 alltaf verið ein uppáhaldstalan mín. Eiginlega bara uppáhaldstalan mín. En ekki í hóp, bara einsömul. Lena á semsagt afmæli á morgun, Veió Veió bjöllur klingja!
4. Annars klingja ekki bjöllurnar í símanum mínum í návist minni núna, hann er týndur. Hann sást síðast í för með púlsmæli og hlustunarpípu í verklegri líffræði í gær. Vonandi skilar hann sér fljótt og greiðlega.
5. Í dag varð ég fljótt og greiðlega einstaklega pirruð og taugastrekkt. Pirringnum fylgdi ýmislegt, t.d. þessi setning:
Gugg: ,,Þið eruð öll retardar!"
Það var miður fallegt af mér að segja þetta og ég tek það til baka. Áslaug og Biggi og restin af bekknum mínum eru ekki öll retardar. Bara ég.
Nýja húsið mitt er opið til heimsókna, gestir verða þó að vera viðbúnir rúmi og málverki á stofugólfinu, fötunum mínum í kössum í bílskúrnum og fullt fullt af drasldrasldrasli. Samt velkomin.
1. Ég er flutt út á nes. Jahá nú hef ég einu sinni skrifað póstnúmerið 170 og bæjarfélagið Seltjarnarnes (Snes kýs ég að kalla það eða S-nes eins og Fjodor kallinn myndi segja). Það var í tilefni flugmiðakaupa sem ég skráði þetta. Það kemur mér að næsta punkti.
2. Ég er að fara til London í haustfríinu með á annan tug lítilla ærslinga. Það verður partey...En að sjálfsögðu verður líka stuð heima á árshátíðinni (þetta var fyrir þig lena pena)
3. Lena svo heima í næsta punkti því hún á afmæli á morgun og verður þá allt í einukominn á einn ómerkilegasta aldurinn 19 ára. Hann er í fríðum flokki 27-37-47-57-67 og 87. Það þykja mér ómerkilegir aldrar. Nú er ég komin út í ansi vafasama beygingu á orðinu aldur. En 77 og 97 eru flottir afmælisdagar. Annars hefur 7 alltaf verið ein uppáhaldstalan mín. Eiginlega bara uppáhaldstalan mín. En ekki í hóp, bara einsömul. Lena á semsagt afmæli á morgun, Veió Veió bjöllur klingja!
4. Annars klingja ekki bjöllurnar í símanum mínum í návist minni núna, hann er týndur. Hann sást síðast í för með púlsmæli og hlustunarpípu í verklegri líffræði í gær. Vonandi skilar hann sér fljótt og greiðlega.
5. Í dag varð ég fljótt og greiðlega einstaklega pirruð og taugastrekkt. Pirringnum fylgdi ýmislegt, t.d. þessi setning:
Gugg: ,,Þið eruð öll retardar!"
Það var miður fallegt af mér að segja þetta og ég tek það til baka. Áslaug og Biggi og restin af bekknum mínum eru ekki öll retardar. Bara ég.
Nýja húsið mitt er opið til heimsókna, gestir verða þó að vera viðbúnir rúmi og málverki á stofugólfinu, fötunum mínum í kössum í bílskúrnum og fullt fullt af drasldrasldrasli. Samt velkomin.
<< Home