Hvað gerðir Þú um helgina?

13 June 2006

C to the elebrity


Blaðið er nú orðið mitt uppáhaldsblað. Jim Smart kætti mig umtalsvert í morgun þegar ég kom sjúgandi upp í nefið með strepsils í munninum inn í eldhús og fann þetta á forsíðu Blaðsins. Nú er ég orðin alvöru celebrity. Skítt með að Sigga hafi verið í Marie Claire og Soffa í öllum tískublöðum landsins. ÉG var í BlaðINU. Sem er greinilega mun betra og merkilegra. Ég fæ líka fallega umsögn hjá þeim, Blómarós í beði og ung snót er meðal annars notað til að lýsa mér. Ok það er það eina sem er notað til að lýsa mér. Samt kúl.
Gærdagurinn var góður dagur. Jim Smart tók mynd af mér, Halli átti afmæli, fór út að borða á eldsmiðjuna, ég rústaði Halla, Gauja, Möggu og síðast en ekki síst Herdísi í keilu...góður dagur. Ég er mjög stolt af því síðasta á listanum. Já þau gerðu grín að mér fyrir að nota léttu fjólubláu kúluna en sá hlær best sem síðast hlær. Sérstaklega þegar sá sem síðast hlær nær fellu í lokin og undirstrikar glæsilegan sigur.
Í dag er ég hins vegar heima veik. Alheimurinn virðist hins vegar vera á mínu bandi. Sigga bauð mér í afmælið sitt í morgun og Blaðið fjallaði um mig. Svo er líka OC endursýnt klukkan 16:10 og þá ætla ég að vera við tækið. Einnig hef ég góða bók að kúra með uppi í rúmi. Flugdrekahlauparinn, bendi öllum á hana. Megafinebók.
Sjáumst síðar lýðar!

posted by Gugga Rós at 2:41 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Áðan fór ég á Sólon. Það var eitt af fáum kaffihús...
      • Hver segir að fyrsti dagurinn í vinnunni sé leiðin...
      • Eurovision
      • 170 g hamborgari.
      • .Torture.Me.Torture Me,Until I Die,I'd Rather Be I...
      • You scored as Art. You should be an Art major! How...
      • Vá fortíðarþrá í miðjum prófum. Hve oft hef ég ekk...
      • Agricultural development
      • Lærdómur,sól og sumar og illa staðsett glerbrot
      • Seinheppin?

      Powered by Blogger