Hver segir að fyrsti dagurinn í vinnunni sé leiðinlegur?
Í dag sat ég á Austurvelli í góðu veðri, reytti illgresi og hlustaði á æfingu hjá Jon Spencer fyrir tónleika í kvöld á Nasa og fékk borgað fyrir það. Ég er að vinna í hallargarðinum niðri í bæ. Hann er fallegur. Það er líka hallarturninn sem við fáum að búa í. Um hádegi var ég samt orðin þreytt enda ekki vön því að vakna korter í 7. En þá fórum við, konungsbornu garðyrkjumennirnir í ráðhúsið að borða með hunkalisious byggingarverkagaurum. Þeir voru sætir og sólbrúnir og héldu mér vakandi ásamt Pepsi Maxinu sem ég fékk með matnum. Vonandi verða þeir alltaf þarna mér til yndisauka. Ég er stórt barn. Nema að fullorðnum finnist gaman að liggja undir runna og fela sig fyrir rigningunni. Þá er ég fullorðin.
<< Home