Seinheppin?
Í gær kastaði ég skopparabolta upp á þak og hann kom til baka á nefninu mínu. Það var sárt.
Í dag kastaði ég skopparabolta í gólfið og hann skoppaðist svo hættulega nálægt rektor að dauðaþögn sló á andyri gamla skóla.
Ég held að ég sé búin að læra mína lexíu. Skopparabolta ber að nota utandyra og það má ekki skera þá í helming og það má ekki kasta þeim upp á þak og það er ekki sniðugt að dúndra þeim í gólfið. Átti ég að vita þetta fyrir? Er þetta kommon sense? Gæti verið að ég sé bæði seinheppin og seinþroska?
Bless bless
kveðja, Guðrún Rós
PS: ég ætla barasta ekkert að hætta með síðuna mína. Hún gæti verið það eina sem ljáir lífi mínu eitthvert gildi. Hún er geðlæknir, besti vinur og hættulegt gjöreyðingarvopn í senn. Svo gæti hún líka verið gróðamilla ef ég fengi mér svona ad-sense eins og er verið að gauka að mér í gríð og erg.
<< Home