Hvað gerðir Þú um helgina?

2 March 2006

Beikon


Ég á í funheitu ástarsambandi við beikon. Hættuleg, forboðin ást. Ég borðaði tvær sneiðar áðan. Mig langaði í meira en fékk mér samt ekki.

Ég fór í Kringluna áðan. Þar sá ég skrýtið fólk, helst stráka þó. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt að klína heilli brúnkukremstúbu á sig á hverjum degi. Biggi keypti sér græna peysu. Hann notar samt ekki brúnkukrem, held ég.

Ég fer á Gettu Betur í kvöld. Þá arka ég á Fiskislóð. Samt ekki vegna þess að ég fer á bíl.

Ég gerði í dag 37 armbeygjur. Það gerist ekki nema einu sinni á ári. Í leikfimitíma. Samt geri ég oft armbeygjur, bara færri.

Ég fann krot á bakinu mínu í dag. Það var frá Herdísi og var dónalegt. Ég vissi að hún krotaði á mig, hélt samt ekki að það væri með alvöru penna.

Ég skrifa alltaf orðin ,,Ég" og ,,samt" í hverri málsgrein.

posted by Gugga Rós at 6:10 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Enginn titill þvílíkt rugl.Ég er með skólaleiða á ...
      • Árshátíðin
      • Dólgslæti á miðvikudegi
      • Laugardagsgleði...
      • Algjör Sirkus
      • Freaky Friday
      • leiðinlegasti mánuður ársins alveg að klárast....
      • Ooson=ææ óó mig auma
      • This shot is fraught with danger....
      • En ógeðslegt...

      Powered by Blogger