Hvað gerðir Þú um helgina?

6 April 2006

Superman er særð


Grímuballið var í fyrradag. Ég var Superman. Ég ofmetnaðist, taldi mig geta allt. Ég dansaði Boogey Woogey, flaug upp á Hallgrímskirkjuturn og var mega cool. Svo slammaði ég við Rage Against the Machine, það hef ég ekki gert síðan í 10. bekk. Greinilega þarf maður þó að halda sér í æfingu því Superman særðist. Ég fékk kúlu, buhu. Og höfuðverk næsta dag. Og lærði ekki fyrir líffræðipróf, sem gerir 10 þúsund krulljónasta í milljónastaveldi prófið. Til hamingju, ég fæ verðlaun. Svo var ég leið og þreytt og pirruð í dag. Ég biðst fyrirgefningar bekkur. Það er leiðinlegt fyrir ykkur að þurfa að lifa með skapsveiflum mínum. En svo fékk ég stórt,sveitt samknús frá sætum strákum í appelsínugulum vestum. Það er ekki hægt að standast það. Takk fyrir mig.
Ég lagði held ég nýtt met í skrítnum búðarferðum áðan. Það á ekki að fara þreyttur og svangur og í skrítnu skapi að leita að bara einhverju út í búð. Það endar í ósköpum. Hjá mér endaði það eftir korters ráp um Melabúðina í 2 kanelsnúðum frá kökuhorninu, pepsi max og riiisastóru Siríus súkkulaði með hnetum. Ég er búin með einn snúð, ég er södd. Pandemonium var einu sinni uppáhalds tölvuleikurinn minn. Kíkí, páfagaukurinn minn er lærbrotinn. Ekki veit ég hvernig honum tókst það, hann sver sig í ættina. Klaufskur furðufugl eins og ég. Hann er með spelku úr eyrnapinna. Það er kjánalegt, hann er svo aumingjalegur,litla greyið.
Ég tók körfuboltapróf áðan. Haha ég með bolta í hendi. Næstum eins asnalegt og ég með sundgleraugu. Passar ekki saman. I don´t´do balls. Mér gekk samt furðuvel, aldrei áður hef ég hitt fjórum sinnum í röð í körfu. Og hoppað í leiðinni! Vá, samhæfing, samhæfing samhæfing. Kannski ég hafi fengið innblástur frá Coach Carter sem ég horfði á um daginn. Flottir kroppar, mega fine. Bla bla bla bla bla, köttur fór í göngutúr út í garði og keypti sér sleikjó og sagan er búin.

posted by Gugga Rós at 3:06 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Laugardagur, ææ ekki aftur
      • Nördar eru kúl
      • Þessu stal ég skammarlaust frá Glingurgellunum Sof...
      • Slagur á Þjóðarbókhlöðunni með úldna appelsínu að ...
      • Beikon
      • Enginn titill þvílíkt rugl.Ég er með skólaleiða á ...
      • Árshátíðin
      • Dólgslæti á miðvikudegi
      • Laugardagsgleði...
      • Algjör Sirkus

      Powered by Blogger