Áðan fór ég á Sólon. Það var eitt af fáum kaffihúsum opið á þessum mikla hátíðardegi. Annars fer ég nú ekki þangað venjulega. Ég var búin að sitja þarna í dágóða stund og farin að velta því fyrir mér hvað ég hefði svona mikið á móti þessum ágæta stað. Þá kom Björn Jörundur inn og einn af gestunum frussaði bjór á hann. Þá áttaði ég mig á því. Svona kemur ekki fyrir á gömlu góðu brennslunni. Né prikinu. Svona kemur bara fyrir á Sólon. Sólin var góð við mig á laugardaginn. En nú er hún farin aftur.
Ég hef ekki bloggað lengi lengi. Það var út af því að ég gat ekki sett myndir inn á. En nú virkar það aftur og þá blogga ég aftur.
Farin að skoða nýja húsið hennar Siggu.
<< Home