heima-að heiman-heima-að heiman
Trallala ég er komin heim, fróðari og lífsreyndari en nokkru sinni áður. Mín mikla ferð um Great Britain var ansi áhugaverð, betri þó eftir á en meðan í full swing. Merkilegt nokk hvað mér tókst að gera mikið á einni og hálfri viku. Einn dagur í málaskóla, 4 dagar af versli og göngutúrum í Brighton, helgi í London í meðfylgd Laufeyjar og Harry Potter, drakk Irish Coffee og rósavín og bað um óskalög svo sem Son of a preacher man og What a wonderful world á föstudagskvöldi. Í Sheffield biðu foreldrar mínir á Hilton hóteli sem var ansi mikið fínna en fyrri gististaðir mínir. Þar fékk ég að búa í yndislegu tveggja manna herbergi með room service og flatskjá í 2 góða daga og njóta þess að vera í fylgd foreldra minna ( sem ennþá passa upp á mig eins og fimm ára barn). Það var gott eftir vikudvöl í rökum húsakynnum, ein í heiminum. Sheffield hafði ég ekki talið vera kúl bæ en það var hann svo sannarlega. Þar böttluðu breakdansaratöffarar á grasflötum og önnur hver búð var second hand. Þar leið mér vel.
Helstu afrek ferðarinnar eru vafalaust að missa ekki vitið í margra klukkutíma lestarferðum um flóðarsvæði Bretlands og að hafa tekist að villast inn í kristilega bókabúð og komast út án þess að fara í hláturskast. Þar voru nokkrir kúnnar furðulegt en satt sem skoðuðu bækur svo sem "So what has God ever done for us?" og rómantískar sögur um svaðilfarir Amish stúlkna í stórborginni.
En heim er ég komin og fegin mjög, Ísland hefur sjaldan litið jafn vel út.
Helstu afrek ferðarinnar eru vafalaust að missa ekki vitið í margra klukkutíma lestarferðum um flóðarsvæði Bretlands og að hafa tekist að villast inn í kristilega bókabúð og komast út án þess að fara í hláturskast. Þar voru nokkrir kúnnar furðulegt en satt sem skoðuðu bækur svo sem "So what has God ever done for us?" og rómantískar sögur um svaðilfarir Amish stúlkna í stórborginni.
En heim er ég komin og fegin mjög, Ísland hefur sjaldan litið jafn vel út.
<< Home