Hvað gerðir Þú um helgina?

25 July 2007

heima-að heiman-heima-að heiman

Trallala ég er komin heim, fróðari og lífsreyndari en nokkru sinni áður. Mín mikla ferð um Great Britain var ansi áhugaverð, betri þó eftir á en meðan í full swing. Merkilegt nokk hvað mér tókst að gera mikið á einni og hálfri viku. Einn dagur í málaskóla, 4 dagar af versli og göngutúrum í Brighton, helgi í London í meðfylgd Laufeyjar og Harry Potter, drakk Irish Coffee og rósavín og bað um óskalög svo sem Son of a preacher man og What a wonderful world á föstudagskvöldi. Í Sheffield biðu foreldrar mínir á Hilton hóteli sem var ansi mikið fínna en fyrri gististaðir mínir. Þar fékk ég að búa í yndislegu tveggja manna herbergi með room service og flatskjá í 2 góða daga og njóta þess að vera í fylgd foreldra minna ( sem ennþá passa upp á mig eins og fimm ára barn). Það var gott eftir vikudvöl í rökum húsakynnum, ein í heiminum. Sheffield hafði ég ekki talið vera kúl bæ en það var hann svo sannarlega. Þar böttluðu breakdansaratöffarar á grasflötum og önnur hver búð var second hand. Þar leið mér vel.
Helstu afrek ferðarinnar eru vafalaust að missa ekki vitið í margra klukkutíma lestarferðum um flóðarsvæði Bretlands og að hafa tekist að villast inn í kristilega bókabúð og komast út án þess að fara í hláturskast. Þar voru nokkrir kúnnar furðulegt en satt sem skoðuðu bækur svo sem "So what has God ever done for us?" og rómantískar sögur um svaðilfarir Amish stúlkna í stórborginni.
En heim er ég komin og fegin mjög, Ísland hefur sjaldan litið jafn vel út.

posted by Gugga Rós at 6:15 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Ekki-malaskolaferdin min til Brighton
      • Lifid i malaskola
      • Fokk, hvað er ég búin að koma mér út í?Djöfull hat...
      • Vetrarfrí.....
      • Kæra dagbók!
      • Men
      • Þessir mega koma við hvenær sem er....
      • Frænka mín í prófkjöri?
      • Æ við erum orðnar svo gamlar...
      • Freedom just around the corner for you...

      Powered by Blogger