Heyrðubídduhvað?


Enn ein leikskólasagan þar sem ég lifi innihaldslausu lífi utan vinnu. Ræddi við eina af stelpunum um daginn um drauga og hún sagði mér mikið og lengi frá Carlsberg-draugnum sem hún ætti á spólu heima hjá sér. Krúttið var að meina Casper. Kvikindið ég lét uppeldisreglur afskiptar og leiðrétti hana ekki, þetta var bara of fyndið.
Á laugardaginn reyndi ég að vera hip og cool og fara á DJ Premier á Gauknum, borgaði heilar þrjú þúsund krónur fyrir herlegheitin. Það verður síðasta tilraun mín til þessa í langan langan tíma. Mætti um tólf og beið til hálf þrjú eftir að kallinn mætti á sviðið, þá spilaði hann í einhvern skid og ingenting tíma og lét sig hverfa aftur. Ég gafst upp eitthvað að nálgast 4 ekki sátt. Það er ekki fyrir alla að vera kúl.
En hvað segið þið þöglu lesendur?
<< Home