Hvað gerðir Þú um helgina?

17 March 2008

Heyrðubídduhvað?


Sigga og ég fórum í vettvangsferð um daginn á róló, hver hefði vitað að þetta tryllitæki væri til staðar í götunni minni?

Enn ein leikskólasagan þar sem ég lifi innihaldslausu lífi utan vinnu. Ræddi við eina af stelpunum um daginn um drauga og hún sagði mér mikið og lengi frá Carlsberg-draugnum sem hún ætti á spólu heima hjá sér. Krúttið var að meina Casper. Kvikindið ég lét uppeldisreglur afskiptar og leiðrétti hana ekki, þetta var bara of fyndið.

Á laugardaginn reyndi ég að vera hip og cool og fara á DJ Premier á Gauknum, borgaði heilar þrjú þúsund krónur fyrir herlegheitin. Það verður síðasta tilraun mín til þessa í langan langan tíma. Mætti um tólf og beið til hálf þrjú eftir að kallinn mætti á sviðið, þá spilaði hann í einhvern skid og ingenting tíma og lét sig hverfa aftur. Ég gafst upp eitthvað að nálgast 4 ekki sátt. Það er ekki fyrir alla að vera kúl.

En hvað segið þið þöglu lesendur?

posted by Gugga Rós at 9:28 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Ælon-Nylon
      • Bloggfærsla númer 203=Leikskólalíf
      • '08
      • Amerískir dagar í Hagkaupum og fleira
      • heima-að heiman-heima-að heiman
      • Ekki-malaskolaferdin min til Brighton
      • Lifid i malaskola
      • Fokk, hvað er ég búin að koma mér út í?Djöfull hat...
      • Vetrarfrí.....
      • Kæra dagbók!

      Powered by Blogger