Hvað gerðir Þú um helgina?

7 May 2008

Sjís Plís farðu flensa

Úff þetta eru held ég að verða ein lengstu veikindi sem ég hef lent í árum saman. Sem er reyndar mér sjálfri að kenna og minni ofsahræðslu við að hringja mig inn veika í vinnu, óþolinmæði þegar kemur að rúmlegu og tilhneygingu til þess að vera berfætt heima hjá mér. Þetta hefur víst allt áhrif. En sem betur fer hef ég nú snúist villu vegar og afrekað ýmislegt síðustu daga frá rúminu mínu svo sem að.....

Horfa á tvær seríur af Sex and the City, þessi safnkassi er tvímælalaust með bestu kaupum sem ég hef gert á ævinni.

Eyða að minnsta kosti nokkrum frumskógum í snýtupappír.

Læra að krulla hár með sléttujárni (youtube, google og ég=best friends forever).

Breyta öllum Top 25 most played listanum mínum á iTunes. Nú situr Beyonce á toppnum.

Taka hundruðir spurningalista á þessari síðu: http://web.tickle.com/
Það er sko hægt að komast að ýmsu ég er til dæmis a sucker for the little things, lukkutalan mín er 7 og fyrsta Chakra-ið mitt er kraftmest, draumar mínir snúast um Empowerment, OC crushið mitt er Seth, ég ætti að búa í Seattle, Tískuáratugurinn minn er '50s og þemalagið mitt er Walking on Sunshine.
Mæli með þessu fyrir alla sem ekki eru í prófum, litlu lömbin í prófum skulu halda sig fjarri.

Jæja þá er ég farin að pakka fyrir Akureyri!

posted by Gugga Rós at 1:22 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • I´m breaking dishes
      • Kreisí FLASHBACK
      • Popp og Kók, Tólf Tíma Svefn, Uppskeruhátíð og Hró...
      • Tilvistarkreppa
      • djís...
      • Siemens S35
      • "The lights are down, the candles are lit, the bat...
      • Heyrðubídduhvað?
      • Ælon-Nylon
      • Bloggfærsla númer 203=Leikskólalíf

      Powered by Blogger