Þegar dagar fara ekki í neitt....
Dagurinn í dag hefur hingað til verið einn af þeim. Steinsofnaði í gær klukkan hálf 8 alklædd og rumskaði ekki við mér fyrr en 8 í morgun. Þar sem ég er ekki forrituð til vinnu fyrir hádegis fór morguninn í að fá mér að borða og spjalla við fjölskyldumeðlimi og setja þrjár vélar af svörtu í þvott (djammfötin fyrir helgina skiljiði). Klukkan hálf tólf var ég á röltinu í strætóskýlið þegar ofurmæðgurnar Sigga Gyða og Margrét pikkuðu mig upp, það var einstaklega ánægjulegt og sparaði mér 280 kr. Hins vegar breyttust lærdómsplönin í hádegisverðsplön með Siggs, Hilds og Soffs á háskólatorgi (tptb=the place to be). Eftir það skellti ég mér í skráningu í hið mikilfenglega politicafélag stjórnmálafræðinnar. Um eitt mætti ég á þjóbó en sökum eftirvæntingar og stress fyrir skráningu í fyrstu vísó ferð vetrarins sem átti að hefjast 2 (ég var nefnilega hrædd um að gleyma mér í bókunum og missa af henni) gerðist lítið sem ekkert í lestrinum þann klukkutímann. Á slaginu 2 var ég svo orðin svona líka hungruð og ákvað að skella mér í mat með BB aka Bigga og Bjartmari (vantaði bara Slöku). Og hér er ég svo mætt á ný í mitt horn á Þjóbó klukkan orðin 15:09 og ég búin að ná að lesa heilar 20 bls. í dag, hvorki meira né minna! Þetta háskólasvæði er náttúrulega bara orðið að félagsmiðstöð á þessum síðustu og verstu tímum, hvergi getur maður snúið sér án þess að rekast á félaga. Ég hugsa oft til síðasta veturs með söknuði, þegar ég gekk um háskólann óáreitt og spisaði lítið annað en kók og kanelsnúð í hinni víðfrægu kaffistofu Odda. Eini félagsskapurinn var mamma mín en á skrifstofu hennar leit ég stundum inn á í. Það voru sko tímarnir. Those were the days.
En það má ekki gleyma sér um of í fortíðarþrá, nú er staðan sú að eftir fjörutíu og fimm mínútur á ég að mæta í tíma og fyrir þann tíma þarf ég að ljúka lestri 15 blaðsíðna um neófunctionisma og andstæðinga hans. Kvöldið bíður með 2 kafla í Statistics fram undan.
En don´t cry for me Islandia á morgun kemur nýr og betri dagur með vísó í atlantsolíu og kveðjupartý á kárastíg. Ég er bjartsýn á framtíðina.
En það má ekki gleyma sér um of í fortíðarþrá, nú er staðan sú að eftir fjörutíu og fimm mínútur á ég að mæta í tíma og fyrir þann tíma þarf ég að ljúka lestri 15 blaðsíðna um neófunctionisma og andstæðinga hans. Kvöldið bíður með 2 kafla í Statistics fram undan.
En don´t cry for me Islandia á morgun kemur nýr og betri dagur með vísó í atlantsolíu og kveðjupartý á kárastíg. Ég er bjartsýn á framtíðina.
<< Home