Update
Síðasta vinnuvika var officially sú leeeengsta sem ég hef upplifað, henni ætlaði bara aldrei að ljúka. Sama má reyndar segja um þessa helgi sem er búin að vera troðfull af æsingi og kannski setur lítill svefn strik í reikninginn líka. Held ég hafi náð samanlagt 10 tímum síðustu tvær nætur. Og nú horfi ég í kringum mig á mitt nánasta umhverfi og það er Ógeðslegt. Er búin að fresta allskyns leiðindaverkum fram í óendanleikann og nú er komið að skuldadögum. Öll fötin mín eru á gólfinu og heljarinnar þvottadagur er hafinn, ekki seinna vænna. Baðherbergið bíður svo eftir mér og Ajax-spreyinu, sjaldan held ég að hafi verið jafn mikil þörf á þrifum þar. Svo slysaðist ég líka til þess að bjóðast til þess að elda lasagna í matinn í kvöld. Loka vika sumarsins er framundan og ég er ekki viss um hvort ég er tilbúin að leggja tjillið á hilluna og koma mér í skólagírinn. Er að vinna í því að koma mér í stjórnmálafræðistuðið ásamt því að njóta frelsisins. Bara ein vika eftir á Mánabrekku og svo þarf ég að kveðja öll krílin, samverustundum okkar er þó ekki alveg lokið því mánudagar verða gleðidagar á leikskólanum í vetur.
Skelli nokkrum símamyndum frá uppátækjum síðustu daga með því það er svo modern....
Skelli nokkrum símamyndum frá uppátækjum síðustu daga með því það er svo modern....
djamm...
<< Home