Hvað gerðir Þú um helgina?

21 October 2008

Úff


Síðasta vor og sumar var ég öllum stundum á leikskólanum Mánabrekku og montaði mig ósjaldan af því hve sterkbyggð ég væri með ónæmiskerfið alveg í botni. Veiktist aldrei af reglubundnum pestunum sem ganga yfir bælið sem Mánabrekka er. Nú hef ég komist að því að hið sama gildir greinilega ekki um mánudagsstopp mín á leikskólanum. Gærdagurinn fór í fátt annað en að heyra um hósta, rennandi nef, svefnleysi og hálsbólgu en auðvitað hafði ég engar áhyggjur af þessu fullviss um að standast þennan kvefstorminn af mér sem aðra áður. Í morgun vaknaði ég svo viðbjóðslega kvefuð með hita í þokkabót, þau eru kannski krúttleg börnin en það er samt þeim að kenna að mér líður illa. Lúmsku púkar.


Síðustu helgi gat ég hins vegar kennt sjálfri mér um annars konar veiki sem ég lagðist í. En af öllu má lærdóm draga og hér eftir veit ég að bjórþambskeppnir ber að varast. Þó þær geti verið afskaplega skemmtilegar..



Auk þessa alls hef ég líka barist við einar verstu harðsperrur seinni ára síðustu daga, sem er vandræðalegt þar sem ég er í leikfimitímum með konum upp að sextugsaldri sem blása ekki úr nös í pallaæfingunum.

Jæja ég segi þetta gott héðan úr efstaleitinu, takk fyrir lesturinn, ef þið hafið einhverjar góðar fréttir má senda þær á godarfrettir@ugggla.is

posted by Gugga Rós at 12:44 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Reginn
      • Sólskin á klakanum
      • Sjónvarpsþættir
      • Þegar dagar fara ekki í neitt....
      • Update
      • All By Myself
      • 222 færslan
      • Sumarlíf, gæsluvöllurinn og bíóþrá
      • ÚFF hvað þetta var gaman!
      • Fyndni...

      Powered by Blogger