Gossip Girl



Ég var virkilega vonsvikin eftir að horfa á síðasta þátt Gossip Girl. Jafnframt hálfmóðguð, ég meina fyrir hverja halda þessir handritshöfundar að þeir séu að skrifa? Oft er gott og vel að endurnýta, til dæmis batteríur og seríoskassa. En sögþráð í sjónvarpsþáttum skal ekki endurnýta. Hvað þá á jafnaugljósan hátt og handritshöfundar Gossip Girl eru að gera þessa dagana. Hafa þeir enga virðingu fyrir lagtímaminni áhorfenda? Ég meina come on, nýi kærasti mömmu Blair? Gæti þetta verið meira copy-paste frá Sex and the City? Óaðlaðandi skilnaðarlögfræðingur? Erum við að tala um Charlotte og Harry. Fyrir utan að þeir velja leikarann sem lék The turtle sem Samantha tók svo eftirminnilega að sér í níunda þætti fyrstu seríu. Step up your game people! Snap to it og finniði eitthvað örlítið minna næntís! Og nýi kærasti Serenu? LJÓTUR! Fínkembduði Hollívud og funduð ekkert betra fés en þetta? Seriously laaame.
Á ljúfari nótum hef ég fundið mér nýjan uppáhalds unglingadramaþátt. 90210, sem er einmitt dæmi um vel heppnaða endurnýtingu. Þarna er allt að finna til þess að halda manni á tánum. Gúd stöff.
En í alefstafyrstamestabesta sæti á sjónvarpslistanum mínum þessa dagana er DEXTER. Fjúfff þennan þátt hef ég látið vera að kíkja á í allt of langan tíma en sem betur fer kom eitthvað gott úr síðustu veikindatörn minni. Í leiðindum mínum fór ég út í vídjóleigu og náði mér the old fashion way í smá entertainment. Þessi fyrstu átta þættir voru yndislegir. Ég elska Michael C. Hall hann leikur bara í góðum þáttum. Six Feet Under eru líka megaþættir. En ekki jafngóðir og Dexter. Gaman að vera skotin í raðmorðingja. Hvern hefði grunað.

<< Home