Hvað gerðir Þú um helgina?

24 July 2008

Sumarlíf, gæsluvöllurinn og bíóþrá

Að vinna á gæsló: alltaf í fríi fyrir eða eftir hádegi, stundum 11 krakkar-oft 1, hressandi nesvindur, að sótthreinsa bitsár, símtöl í foreldra sem byrja á þessa leið: já, heyrðu sonur þinn var bitinn til blóðs í fótinn af vini sínum..., hangs og spjall um allt mögulegt, rólóslys= sjúkrabíll og löggan, og svo má ekki gleyma týnda andarunganum sem einhver galvaskur eldri maður elti um allan leikvöll og náði að lokum snaggaralega í sandkassanum, á meðan máfar í drápshug flugu yfir leikvellinum og andamamma karraði hástöfum í fjarska. Jebb, ævintýrin enn gerast og allt það, sérstaklega á gæsló.
Annars er ég búin að setja persónulegt met í steleríi. Ég-Potarinn fær eitthvað nýtt að kjammsa á alla daga, nammi namm. Ég er öll í kósístuðinu, Adele-Radiohead-Coldplay-James Blunt-John Mayer- og svo auðvitað minn heittelskaði...Michael Bublé. Já tónlistarsmekkur minn er að sprengja alla cool-kvarða heimsins, ég veit. Ef einhver af ykkur sér sér ekki fært að vera vinur minn lengur skil ég það alveg, látið mig bara vita. Annars fann ég eitthvað allskostar óvænt í iTunes-inu mínu núna rétt áðan, það er diskurinn hans Mike Larock sem þið getið kynnt ykkur á www.mikelarock.com. Nú veit ég ekki hvort að Mike Larock þessi hafi mútað iTunes til þess að troða sér inn á nokkra varnarlausa notendur eða þetta sé kannski eitthvað svona ,,According to our information you might like this.." dæmi, vonandi ekki samt því ég er nú ekki svona ótöff, held ég, vonandi, plís. En já hann segir lög sín vera ýmist pop-rock, rock, reggae-rock, hard-rock, soft-rock, country blues eða experimental disco. Talandi um óákveðni.
Ég held samt að ég hendi herraLarock út.


PS: Ég elska So You Think You Can Dance
PS2: Ég elska líka Google
PS3: Mig langar svo í bíó!

posted by Gugga Rós at 2:07 pm |

18 July 2008

ÚFF hvað þetta var gaman!

My god hvað ég elska skelduna! Enda ekki annað hægt, endalaus bjór (þó að nokkrir hafa fallið til jarðar í stuðinu), endalaust djamm (þó að nokkrir tímar hafi farið í svefn), endalaus tónlist (þó að ég hafi misst af slayer), endalausir brandarar ( þó að sumir hafi fallið í grýttan farveg) og endalaus hamingja (ekkert þó að hér, bara punktur). Nú er ég að borða gulrótakökuna hennar Lenu og drekka bjór og hlusta á Lupe Fiasco, lífið er ljúft að eilífu amen. Allavega á sumrin.

posted by Gugga Rós at 8:14 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger