Gleðin tekur völd
Prófin eru í fjarlægri fortíð og allur þeirra óhugnaður löngu gleymdur.
Í stað þeirra hefur tekið við How I Met Your Mother gláp, kökuát, fyrirsát, nei nú finn ég ekki meira sem rímar.
Ég bjó snjómyndina ekki til sjálf, hún varð á vegi mínum er ég rölti niður í bæ eftir síðasta prófið í gær.
Þar fékk ég heita súkkulaðiköku sem var rosalega góð, myndin er líka rosalega góð vegna þess að ég er með fjölskyldusvipinn góða á henni. Svona eru móðuramma mín Rúrí og mamma mín Gústa á öllum myndum. Ég er greinilega að eldast. Enda á ég afmæli. 21. Sjíís. Nú get ég farið að undirbúa roadtripið mitt um The US of A af alvöru. Bara ég og kannski fjórir í mesta lagi vinir að rúnta um smábæi að skoða stærstu golfkúlu heims og fara á diner að fá sér pancakes, hlustandi á hippatónlist með blæjuna niðri. Hljómar vel.
Það er alltaf gaman að eiga afmæli og fá koss á kinn og rósir og afmælisköku og afmælisgjafir og vera svona yfirhöfuð kona dagsins. Held mér finnist skemmtilegast að vera kona dagsins.