Hvað gerðir Þú um helgina?

16 December 2008

Gleðin tekur völd




Prófin eru í fjarlægri fortíð og allur þeirra óhugnaður löngu gleymdur.
Í stað þeirra hefur tekið við How I Met Your Mother gláp, kökuát, fyrirsát, nei nú finn ég ekki meira sem rímar.
Ég bjó snjómyndina ekki til sjálf, hún varð á vegi mínum er ég rölti niður í bæ eftir síðasta prófið í gær.
Þar fékk ég heita súkkulaðiköku sem var rosalega góð, myndin er líka rosalega góð vegna þess að ég er með fjölskyldusvipinn góða á henni. Svona eru móðuramma mín Rúrí og mamma mín Gústa á öllum myndum. Ég er greinilega að eldast. Enda á ég afmæli. 21. Sjíís. Nú get ég farið að undirbúa roadtripið mitt um The US of A af alvöru. Bara ég og kannski fjórir í mesta lagi vinir að rúnta um smábæi að skoða stærstu golfkúlu heims og fara á diner að fá sér pancakes, hlustandi á hippatónlist með blæjuna niðri. Hljómar vel.
Það er alltaf gaman að eiga afmæli og fá koss á kinn og rósir og afmælisköku og afmælisgjafir og vera svona yfirhöfuð kona dagsins. Held mér finnist skemmtilegast að vera kona dagsins.

posted by Gugga Rós at 12:43 pm |

9 December 2008

Allt of fyndið í prófum



Þetta er semsagt sami gaur og gerði snilldina með JT gamla hér um árið. Bestíheimi.




Svona lagað gleður lítið hjarta á Selbrautinni sem ætti kannski frekar að vera að einbeita sér að fjórflokkunum og kvennalistum í bæjarstjórn RVK og blablablablabla.

Annars fer þetta allt að klárast og gleðin tekur við. Sem betur fer, ég er komin yfir í Celine Dion playlistann minn. Veit ekki alveg í hvaða stefnu ég ætti að fara eftir það.

Set hérna eitt lokamyndband inná. Því ég er með frestunaráráttu og youtubesýki.



Æi nei verð að skella þessu með þetta er bara svo megaúltratöff Beyonce, shííZ!



Þetta er vægast sagt slæmt sjónarhorn fyrir B....


Hmm þá tekur við lærdómur....2 próf eftir!

posted by Gugga Rós at 6:32 pm |

8 December 2008

Hit me baby one more time...




Smávegis af photoshop, ekki að gæskan þurfi á því að halda. Smokin hot.

posted by Gugga Rós at 2:22 pm |

5 December 2008

Prófvæl


Create your own FACEinHOLE

Æææ greyið ég er í prófum, ég setti þetta inn svo þið gætuð fengið raunsæa mynd af mér og líðan minni áður en ég gekk inn í munnlegt próf áðan í Smáríki í Evrópu: Veikleikar, Staða og áhrif. Eftir þessa hörmulegu reynslu síðustu daga háskólanáms míns hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum áhugasviðum mínum. Búið ykkur undir tryllta fjölmiðlaárás. Ég verð allstaðar á komandi vikum. Guðrún > Kate Moss


Create your own FACEinHOLE


Create your own FACEinHOLE


Create your own FACEinHOLE

posted by Gugga Rós at 11:31 am |

28 November 2008

Britney







er snilli. Afskaplega ljúf stúlka (eða kona réttara sagt orðin hvað 27 ára?). I was born to make you happy er uppáhalds. Enda besta lagið hennar. Shit, einhverntíma verður maður eins og liðið núna sem var lítið þegar Madonna var fyrst fræg. Orðin fertug ennþá að hlusta á Toxic í góðu stuði. Fokk. Þá verður Britney okkar orðin 47 ára, búin að gefa út hellings af safnplötum. Stuð. Mig langar í britneybol. Myndi klárlega ganga í honum upp á hvern dag. Konan er líka búin að vera á forsíðu Rolling Stone alveg 5 sinnum. Það er megamikið.

Var samt að finna þetta og er farin að efast um hve töff Rolling Stone getur verið, þessar gellur eru á forsíðunni?


Guð nei ég er alveg búin að skipta um skoðun eftir nánari athugun, Rolling Stone=ekki kúl.


Ekkert diss á Mariuh, allir eiga sín tískuslys en shit girlfriend er í tígrisdýrabikiní með vasaljós? shíís

posted by Gugga Rós at 3:00 pm |

23 November 2008

Summerland



Hver man ekki eftir blómadögum hans í Summerland? Þar var líka Zac Efron í góðu stuði grátandi. Það þykir víst merkilegt á youtube. 417.000 manns búnir að kíkja á þetta myndband:


Þetta lag heyrði ég á hlaupabrettinu í gær, það hafði truflandi áhrif á mig:


Jæja þá hringdi korter í fimm bjallan á hlöðunni og ég get hætt að látast.

posted by Gugga Rós at 4:31 pm |

12 November 2008

Gossip Girl





Ég var virkilega vonsvikin eftir að horfa á síðasta þátt Gossip Girl. Jafnframt hálfmóðguð, ég meina fyrir hverja halda þessir handritshöfundar að þeir séu að skrifa? Oft er gott og vel að endurnýta, til dæmis batteríur og seríoskassa. En sögþráð í sjónvarpsþáttum skal ekki endurnýta. Hvað þá á jafnaugljósan hátt og handritshöfundar Gossip Girl eru að gera þessa dagana. Hafa þeir enga virðingu fyrir lagtímaminni áhorfenda? Ég meina come on, nýi kærasti mömmu Blair? Gæti þetta verið meira copy-paste frá Sex and the City? Óaðlaðandi skilnaðarlögfræðingur? Erum við að tala um Charlotte og Harry. Fyrir utan að þeir velja leikarann sem lék The turtle sem Samantha tók svo eftirminnilega að sér í níunda þætti fyrstu seríu. Step up your game people! Snap to it og finniði eitthvað örlítið minna næntís! Og nýi kærasti Serenu? LJÓTUR! Fínkembduði Hollívud og funduð ekkert betra fés en þetta? Seriously laaame.

Á ljúfari nótum hef ég fundið mér nýjan uppáhalds unglingadramaþátt. 90210, sem er einmitt dæmi um vel heppnaða endurnýtingu. Þarna er allt að finna til þess að halda manni á tánum. Gúd stöff.

En í alefstafyrstamestabesta sæti á sjónvarpslistanum mínum þessa dagana er DEXTER. Fjúfff þennan þátt hef ég látið vera að kíkja á í allt of langan tíma en sem betur fer kom eitthvað gott úr síðustu veikindatörn minni. Í leiðindum mínum fór ég út í vídjóleigu og náði mér the old fashion way í smá entertainment. Þessi fyrstu átta þættir voru yndislegir. Ég elska Michael C. Hall hann leikur bara í góðum þáttum. Six Feet Under eru líka megaþættir. En ekki jafngóðir og Dexter. Gaman að vera skotin í raðmorðingja. Hvern hefði grunað.


posted by Gugga Rós at 11:34 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger