Hvað gerðir Þú um helgina?

26 September 2004

Síðustu dagar.

Sæl
Afsaka bloggleysið síðustu vikuna eða svo, ákvað að skella einu inn áður en það er liðin vika. Síðasta vikan hjá mér er búin að vera skemmtileg blanda af stuði og ekki stuði. Tveir afmælisdagar og svona. Náði reyndar ekki að óska Eddu til hamingju með afmælið á föstudaginn og biðst innilega afsökunar. Hún fær hér með afmæliskveðju frá mér ;)
Á fimmtudaginn veiktist ég svo allhressilega eftir nokkurra vikna slappleika. Fór heim úr skólanum og svaf í 5 tíma, vaknaði svo ,,hress" og fór að liggja uppi í sófa:) Sannfærði mömmu um að ég þyrfti ekki að selja miðann minn á Damien Rice seinna um kvöldið þar sem ég væri í góðum höndum með Lenu, Hildi og mömmu Lenu. Fór svo að hitta besta vin minn Damien og hann olli mér ekki vonbrigðum. Einir bestu tónleikar sem ég hef farið á og nokkur tár fengu að fljóta enda annað ekki hægt við svona undurfagra tónleika. Ég verð fremst í röðinni næst þegar hann kemur með alla hljómsveitina sína. Datt reyndar í hug hve tilfinningasöm ég er orðin, farin að gráta um víðan völl...í bíó á rómantískum ástarvellum, á tónleikum við fagran undirleik og sorglega texta, yfir stressi vegna skólans....já ég er bara að verða fyrsta flokks grenjuskjóða. Endilega segið frá ykkar viðkvæmu stundum á commentakerfinu svona til þess að sýna samkennd. Nema auðvitað að þið grátið ekki.

Jæja, annars teigðist úr tónleikunum og ég kom heim klukkan 1 eða eitthvað þannig. Fór beint í háttinn og mætti í skólann í ágætu stuði. Stuðið hélst í 2 tíma og þá slokknaði á partýperunni, ég fór svo heim í hádeginu og svaf AFTUR í 5 tíma. Vaknaði svo og eyddi kvöldinu í vídjógláp og nammi át með Heiðu og mömmu þar sem pabbi er í Hollandi. Leygðum A girl with a pearl earring sem var reyndar ekkert góð. Þannig að ekki leygja hana.

Svo hefur restin af helgini farið í að sofa og glápa á sjónvarpið og skrifa lélegasta íslenskuritgerð sem ég hef nokkurn tíma skrifað (allt í þykkum og góðum sokkum) þar sem mér hefur verið bannað að fara út úr húsi af móður minni ;) Alltaf jafn gaman samt hvernig mér tekst vel að tímasetja veikindi. Er búin að vera slöpp í margar vikur en veikist svo akkúrat þegar ég er að fara á tónleika um kvöldið. Er svo heima veik einu helgina þar sem eitthvað er að gerast öll kvöldin! Hve oft gerist það? Búin að missa af salsatíma, partýi, bíóferð og bíókvöldi. Ussussuss.......

Jú og þetta er það sem hefur drifið á mína daga:D veikindi og lærdómur. Sjáumst síðar kæru vinir.

posted by Gugga Rós at 3:06 pm |

20 September 2004

Afmæli!!!!!!!!!

Hey! Lena á afmæli í dag!
Myndirnar hér:)

posted by Gugga Rós at 10:28 pm |

18 September 2004

Guðrún Rós=G-Rós=grós......

Jújú nafnið mitt er alveg að gera sig þessa dagana, Fm-957 er farið að nota Fm-Guggurnar á móti við Fm-hnakkarnir(sjá skóladagbók menntaskólanema) og nú er nýjasta nýtt styttingin G-Rós=grós. Svo er náttla G.R.Á.=Grá. Það er erfitt að heita Guðrún....

Í gær fór ég í annan salsa tímann með Lenu,Helgu,Siggu og Björg. Það var rosalegt stuð, sporin aðeins erfiðari og svitinn lak. Nei reyndar ekki, en svona. Helst ber að nefna einkar áhugaverðan frakka sem kom í heimsókn síðustu 10 mín. og tryllti líðinn með hæfileikum sínum.

Í morgun fór ég með Lenu að keupa miða á Damien Rice tónleikana næsta fimmtudag. Þar var ágætis röð fyrir framan skífuna og seldist upp á innan við klukkutíma. Annars tilkynntu þeir að það væri uppselt rétt eftir að ég og Lena keyptum miða en svo 5 mínútum seinna fundu þeir annað búnt sem gleymdist undir borði. Fullt af fólki farið úr röðinni og svona, djöfulsins bömmer væri það að missa af tónleikunum út af því. En svo uppseldist aftur.

Í næstu viku hafa prófin hrannast upp eins og jólasnjórinn gerir aldrei og það er próf á hverjum degi nema föstudeginum (hentugt). Það er því lærdómshelgi framundan nema evrópskt bíókvöld hjá Þóru á sunnudaginn. Ætti reyndar að vera að læra en ákvað að skella einu skeyti inn áður en ég festist í leyndardómum stærðfræðinnar:)

Það var átklúbbur á fimmtudaginn hjá okkur stelpunum sem var gaman líkt og ávallt. Myndirnar eru komnar inná síðuna;) Svo fyrir fólkið sem er ekki búið að skoða síðuna síðustu 2 vikurnar þá eru 1 nýtt albúm inná líka frá afmæli Helgu og Lenu.

jæja þá er komið nóg af bulli, ég kveð að sinni ;)

posted by Gugga Rós at 2:20 pm |

10 September 2004

Busa skvusa.....

Jæja busaballið var í gær, fínasta ball og mikið stuð í mér. Fyrirpartýið var samt eftirminnilegra eins og venjulega. Alltaf gaman hjá 4-Z. Nei annars veit maður aldrei hvað getur poppað upp svona öllum að óvörum....svo er náttla hættulegt að læsa ekki að sér á klósettinu. Við vorum í penthouse íbúð fyrir ofan Austurvöll sem var alveg frábært. Besta staðsetning fyrir fyrirball á Nasa þar sem Nasa var bara á ská neðan við svalirnar. Ágætisball semsagt, Páll Óskar alltaf góður.

Ágætis föstudagur líka í dag. Svaf gegnum mest allan skóladaginn og dreymdi skrýtna drauma samfléttaða inní hvað kennararnir voru að segja. Og ef ég var ekki steinsofandi þá var ég í brjáluðu stuði, það hélst reyndar ekki nema fyrstu tvo tímana svo var ég búin að vera. Var búin að gleyma hvað það er erfitt að fara í skólann daginn eftir ball. Reyndar alltaf gaman að stríða fólkinu sem gerði einhverja skandala ;)

Svo er Salsa-námskeiðið okkar stelpnanna í kramhúsinu að byrja í kvöld og það verður vafalaust skemmtilegt. Gaman að fara að dansa alla föstudaga, koma sér í stuð fyrir kvödið:) Annars verður það örugglega það eina áhugaverða sem ég geri um helgina, á engan pening eftir síðust tvær vikur. Þvílík útgjöld sem maður þarf að standa í. Þarf líka að lesa allverulega í efna-og líffræði, er ekki búin að vera alveg nógu dugleg. Efnafræði á ensku er hörmung, þó að það sé reyndar skemmtilegra að lesa hana þannig en á íslenku er ekki gaman að vera endalaust að rifja upp hvað asnaleg hugtök og orð þýða. En þetta er víst gott fyrir mann eins og allt annað leiðinlegt.

Hef bara lítið annað að segja núna, nema kannski að senda kveðju til Soffu sem er veik heima og komst ekki á busaballið :( Láttu þér batna litla krútt! Sé ykkur bara síðar fólk.

posted by Gugga Rós at 4:58 pm |

2 September 2004

here goes.....

jæjæ jú fyrsta vikan í skólanum búin og önnur alveg að klárast. Er að hlusta á breskan kvenkyns rappara Jentina að nafni. Asskoti fínt lag mest vegna þess að ég hélt að þetta væri grín fyrst þegar ég sá myndbandið. Bad ass strippa heitir lagið. En svo sá ég CD-UK þátt fyrir nokkru þar sem var umfjöllun um nýja breska kven-rappara og þar var hún Jentina heillin í hópnum. Allt mjög alvarlegt í kringum þetta, hún rappar semsagt um erfiðu æskuna sína í hjólhýsahverfinu og svona. Tók nú ekki mikið eftir því í laginu en það er svo sem allt í lagi. Hún er töff anyways. Tvö afmæli um helgina, þrjár afmælisgjarfir. Eitt afmæli síðustu helgi. Ég verð bara rúin að skinni þegar þessu líkur, eða rúin að húð eða eitthvað þar sem ég er EKKI kind. En það er svo sem lítið gjald fyrir mikla skemmtun :)
Svo þarf ég ekkert að gefa Helgu neitt flott hún er alltaf ánægð með hvað sem er.

Úr skólanum er nú lítið að frétta nema kannski að Steinvör kom í dag og ég tók ekki eftir henni, við fáum ekki að hafa plaggötin okkar uppi. Eins og stofan var orðin flott full af nöktum karlmönnum. Það var Sing-star dæmi í gangi í hádeginu, busarnir látnir syngja fyrir alla. Held ég hefði pissað í mig ef ég hefði þurft að gera það í fyrra. Það var reyndar fyrirtaks skemmtun:)

Jæja blogga meira seinna þarf að fara í afmæli, humm.
Lag dagsins: Bad ass strippa-Jentina.

posted by Gugga Rós at 4:14 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger