Hvað gerðir Þú um helgina?

24 October 2004

Ökuskóli, stærðfræðipróf og Den kroniske Uskyld.

Jújú helgin er búin að vera alveg hreint æðisleg hjá mér, ég meina hvað er hægt annað?
Byrjaði báða dagana á því að fara í Ökuskóla 2 í nokkra tíma þar sem Jónas kallinn pirraði mig meira en nokkur önnur manneskja hefur gert í laaaangan tíma. Sleppti 2 partýum á föstudagskvöldinu til að fara að ná í pabba minn á flugvöllinn með mömmu. Sendi stelpurnar til Siggu á laugardagskvöldið þar sem ég hætti við að nenna að fá þær til mín. Með heilt kvöld bara fyrir mig sá ég mér þess vænstan kost að nýta tímann vel, gera efnafræðiskýrslu, horfa á save the last dance með öðru auga og lesa kjörbókina mína í dönsku. Kom vel út og ég fór að sofa sátt. Pabbi entist heima í heilan dag og fór svo til Akureyrar að mála. Ég er því ein heima með Heiðu og Reginn frænda okkar, og fæ pizzu í matinn!!! Víhí! Það gerist ekki oft á mínu heimili, en þegar mamma er í öðru landi leyfist margt:) Reyndar fékk ég ókeypis gos og sósu því stráknum sem tók pöntunina fannst þetta svo mikið okur hjá Dominos að tvær pizzur og brauðstangir kosti 4000kall. Það fannst mér skondið.
Svo er Kroniken í kvöld, svar dana við The OC. Ég verð límd við skáinn eins og vanalega á sunnudagskvöldum:) Jæja ég hef ekki mikið annað að segja núna.
Hljómsveit dagsins: Íslenska reggai hljómsveitin Hjálmar. ( einn fyndnasti hljómsveitarmeðlimur sem ég hef séð ever er í henni;)
Lag dagsins: Hjálmar=Kindin Einar.

posted by Gugga Rós at 6:57 pm |

17 October 2004

Vetrarfrí!

Það er allt að gerast, eða er búið að gerast. Árshátíðin var á fimmtudaginn, skemmtileg þrátt fyrir tilraunir Ómars Ragnarssonar til að drepa mig úr leiðindum yfir matnum. Fyrirpartýið var skemmtilegast að vanda. Svo kom vetrarfríið langþráða, ég er búin að nýta það vel. Ekkert búin að læra hingað til, verð samt að fara að huga að þessu.
Skemmtilegt afmælispartý hjá Soffu og Eddu í gær, gott nammi, fullt af gosi og góðu fólki. Fín blanda:) Helst stendur upp úr að Egill og Auður gerðu jafntefli við mig og Siggu í Mr. and Mrs. spilinu. Ekki nógu sniðugt. Fór með Helgu að kaupa gjafir og það var massíft eins og Sigga myndi segja það. Tók okkur klukkutíma að keyra í Smárann og kaupa 2 gjafir. Rosalegur árangur hjá okkur, ætti að komast í heimsmetabók Guinnes. Svo fór Helga að leika sér með selunum. Man nú ekki mikið hvað annað hefur verið í gangi þessa dagana en það er vafalaust mikið meira en þetta bull.
Myndir úr afmælinu eru komnar á síðuna! + Myndirnar hennar Eddu ;)

posted by Gugga Rós at 1:02 pm |

5 October 2004

Alone again.....naturally

Jú eins og titillinn gefur til kynna hef ég eytt miklum tíma ein með sjálfri mér síðustu daga. Veikindin halda áfram og á morgun fer ég til læknisins. Það verður gaman, ævintýri, ég hef ekki farið til læknis síðan ég var 6 ára eða eitthvað með eyrnabólgu þannig að þetta er mikill furðuheimur fyrir mér, læknastofan. Vonandi verður læknirinn góður við mig, ef ég fæ lakkríshóstasafn dey ég, það er vibbbbbi.

Ég er búin að nýta dagana vel, í gær horfði ég á Love Actually og borðaði toblerone. Ein heima...klukkan hálf tólf um daginn, það var gaman. Svo þegar gaurinn sem átti eiginkonuna sem hélt fram hjá með bróður hans fór til Frakklands einn og sagði Alone again..Naturally þá fann ég rosalega til með honum. Pabbi kom heim síðasta laugardag frá Hollandi með fyrrnefnt toblerone og hljómborð handa mér:) Ég er búin að vera að spila á það og skemmta mér vel með heyrnatól og svona. Það er svo kósý að enginn heyrir hvað ég er að spila nema ég, kemur sér vel þar sem ég er mjööög léleg. Búin að endurnýja kynni mín við A little notebook for Anna Magdalena Bach ef einhver skilur hvað ég meina. Það er samt bara gaman, vekur upp minningar frá Grandaskóla. Svo verð ég vonandi bráðum betri svo ég getir farið að færa mig yfir í skemmtilegri verk.

Ætlaði að blogga í gær en komst ekki inn á bloggsíðuna mína, það minnti mig á þegar Sigga sagði að það væri vegna þess að stjórnendur blogger stríddu fólki alltaf einn dag í mánuði með því að leyfa því ekki að komast inn á bloggin sín og ég trúði henni, makalaust hvað maður getur verið auðtrúa. En svo má svo sem líta á það þannig að ef eitthvað skrítið gerist, eitthvað ótrúlega furðulegt, þá á ég örugglega ekkert eftir að verða hissa. Ég trúði því til dæmis að Signý væri að flytja til Kópaskers því foreldrar hennar ætluðu að upplifa draum sinn um að reka matvörubúð og að hún ætti hund sem væri grænn eða bleikur eða eitthvað því systir hennar hefði spreyjað hann. Fannst reyndar soldið skrítið að hafa aldrei séð hundinn en það var aukaatriði. Svo er eitthvað miklu meira sem ég man bara ekki eftir.

Mr-Ví dagurinn er á fimmtudaginn og viku seinna er árshátiðin og ég hlakka til:) Það er reyndar eitt fínt við að vera veikur, ég eyði engum peningum. Það er kominn fimmti og ég hef ekki eitt neinum pening. Það hlýtur að vera met, allavega í seinni tíð. Oftast fer ég yfirum þegar ég fæ vasapeningana mína og eyði 1500 kr. á tveimur dögum. Alltaf að vera jákvæður.
Við sjáumst síðar vinir góðir, kannski á morgun, kannski á fimmtudaginn, kannski um helgina...það er aldrei að vita....
Lag dagsins: Bob marley-allt með honum því hann er svo cool.

posted by Gugga Rós at 9:33 pm |

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Gleðin tekur völd
      • Allt of fyndið í prófum
      • Hit me baby one more time...
      • Prófvæl
      • Britney
      • Summerland
      • Gossip Girl
      • Bush 2000
      • Framtíð Guðrúnar
      • If it hadn´t been for cotton-eye joe i´d been marr...

      Mánuðir

      • May 2004
      • June 2004
      • July 2004
      • August 2004
      • September 2004
      • October 2004
      • November 2004
      • December 2004
      • January 2005
      • February 2005
      • March 2005
      • April 2005
      • May 2005
      • June 2005
      • July 2005
      • August 2005
      • September 2005
      • October 2005
      • November 2005
      • December 2005
      • January 2006
      • February 2006
      • March 2006
      • April 2006
      • May 2006
      • June 2006
      • July 2006
      • August 2006
      • September 2006
      • October 2006
      • November 2006
      • December 2006
      • February 2007
      • July 2007
      • September 2007
      • February 2008
      • March 2008
      • April 2008
      • May 2008
      • June 2008
      • July 2008
      • August 2008
      • September 2008
      • October 2008
      • November 2008
      • December 2008

      Powered by Blogger