Hvað gerðir Þú um helgina?

5 January 2005

Partýdagur hjá mér, kannski bara hjá öllum?

Já að fá sér kókglas í morgunmat er árangursríkt. Ákvað að taka áramótaskraut með í skólann og skreyta stofuna og lúður til þess að koma stuðinu í gang. Skemmti mér bara einkar vel við að búa til litla músastiga (minnir rosalega á Grandaskóla:). Svo fórum við í fyrsta íslenskutímann með nýja kennaranum okkar sem reyndist bara rosalega hress kall, sé fram á skemmtilega íslenskutíma í vor. Þetta er gaman:
Að fara upp í skeifu með 3 yfirfarþega í skottinu í löngu hádegishléi.
Að fara á Mac Donalds klukkan 10:30 og sjá að við erum ekki einu viðskiptavinirnir.
Sitja í skottinu hjá Emý og borða Mac Flurry og drekka gos með I LOVE MAC DONALDS blöðrur.
Taka laugara með FM í botni og sjá furðusvipi á fólki.
Hlusta á Jaime Cullum í skólanum.
Sitja milli Herdísar og Lenu sem skiptast á löngum ,,ég nenni ekki að vera í skólanum" andvörpum og almennri koffínvöntun.
Að skipuleggja að safna áheitum fyrir að troða öllum bekknum inn í einn bíl (nöktum kannski bara:)
Að hlusta á kennarabrandara:
,, Hva, eruði svona leiðinleg? Það fara bara allir frá ykkur!"
,, 6 krakkar hættir, eruði svona leiðinleg? ;) "
Næstum því jafn vinsælt og
,,Bíddu nú við ég man ekki hvað þú heitir, ég skýt bara á Guðrún. Það er líklegast!" Burumb Bumb Bumb!
Ekki að ég sé að kvarta, þau gera sitt besta, greyin.
Lag dagsins: Old habits die hard-Mick Jacker. (wúhú Heiða er búin að setja Kaaza upp í tölvunni aftur:)
PS: Summerland í kvöld, hvað gerist hvað gerist?!?
PS2: Á morgun er fimmtudagur sem þýðir aðeins eitt...Þá er föstudagur daginn eftir! Á ekki að gera eitthvað wild um helgina?

posted by Gugga Rós at 6:48 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Of margir ofmeta það sem þeir eru ekki og vanmeta ...
      • 2004 í máli og myndum.....
      • Áramótagleði!
      • Jólabloggið mitt!
      • Jólastemning:) Maður tekur sig bara nokkuð vel út...
      • Maður bara orðin 17 ára og 2 daga!
      • Ég hef ákveðið að taka þær stöllur í sátt í anda ...
      • súpermódelið/svikari
      • husss svindlarar!
      • ANDSKOTINN Í SÓTSVÖRTU HELVÍTI!

      Powered by Blogger