Hvað gerðir Þú um helgina?

15 February 2005

En rotverurnar eru mikilvægar lífsferli allra lífvera....

Ég öfunda alla sem eru ekki langþreyttir, nýbúnir að flumpa í efnafræðiprófi, að læra fyrir líffræðipróf og að fara í spænskupróf og að flytja án ef einn minnisstæðasta sögufyrirlestur aldarinnar á föstudaginn. Í hvert skipti sem ég sé byrjun síðasta bloggs Sigríðar Gyðu fyllist ég ótrú á að ég muni nokkurn tíma komast í frí....
Hins vegar dái ég næstkomandi sumarfrí mitt þar sem þegar eru komnar tvær utanlandsferðir á planið. Ein fimm daga ferð með kórnum til Köben og Lundar og önnur MÁNAÐAR ferð með Auði til Malaga! Víhí! Ójeije!!! Halalabad! blues! Já þetta hefur ekki komið fyrir nema einu sinni á minni aumu ævi þegar ég fór til USA í mánuð og mallorca í tvær vikur þegar ég var 11 ára.
Er að fara á fyrstu æfinguna mína í TT námskeiðinu (frá toppi til táar) sem ég var að skrá mig á í JSB í kvöld. 8 vikur fullar af þrekæfingum og dansi og matarráðgjöf og hvaðeina þrisvar sinnum í viku minnst, enda ætla ég nú að koma mér í mína kjörþyngd.....ekki seinna vænna að byrja fyrir sumarið. Svo er herranæturfólkið búið að frumsýna og stunda misgáfuleg athæfi úti á landi þannig að kannski fer maður að sjá þau heittelskuðu fés meira utan skólatíma. Þarf nú samt að bíða fram á föstudag eftir breakthrough performance-inu enda nýsk og leiðinleg og sé mér ekki fært um að koma á frumsýningar. Já lífið getur verið svart og hvítt og oftast er maður á gráa svæðinu...þetta var sérstaklega fyrir þig Soffa mín, ég veit hvað þú nýtur gullmolanna minna:)
Valentínusardagurinn í gær og ég fékk EITT sms og tvö pappírsmiða tekna úr cösu frá Lenu og Siggu..frekar slappt. Stóð mig samt vel og sendi 5 kort sjálf og gaf Soffu hjartalaga LOVE baðgel. Stollt af mér, ástúðleg og munaðarfull er ég eins og Konfúsíus.
Over and Out.
Gugga

posted by Gugga Rós at 6:45 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • hummhummhumm
      • Árshátíðarbull-skvull
      • Hahahaha ,,The Bloggies are coming"
      • I´m scared babe
      • Helgin búin og mánudagurinn líka, bara 4 dagar í n...
      • Mánudagur, mánudagur, mánudagur......
      • Útsölur, útsölur, útsölur....;)
      • Mikil gleði í bílatrðslunni okkar:) Stóðum okkur v...
      • Partýdagur hjá mér, kannski bara hjá öllum?
      • Of margir ofmeta það sem þeir eru ekki og vanmeta ...

      Powered by Blogger