Hvað gerðir Þú um helgina?

24 January 2005

Helgin búin og mánudagurinn líka, bara 4 dagar í næstu helgi. Morfís keppni milli Mr og Kvennó, tebó og ýmislegt annað sem leynist þar....Asskoti skemmtileg helgi reyndar, föstudagskvöldið er orðið víðfrægt vegna mikils partýfílíngs hjá Lenu kellinni, skellti mér svo á Þjóðarbókhlöðuna með fyrrnefndum aðila á laugardaginn þar sem við skemmtum okkur við hin ýmsu mál og fræði. Var svo heima um kvöldið þreytt eftir föstudaginn. Svo kom Sigga til mín á sunnudaginn og gladdi mitt litla hjarta með sögum af óvenjulega skondnu staffadjammi kvöldið áður, hver hefði vitað að Melabúðarfólkið væri svona wild? Las í líffræðibókinni minni í fyrsta skiptið ótilneidd í vetur og kom mér á óvart með dugnaði mínum, heilar 5 bls....afrek!
Bekkurinn skipti um sæti í dag og gleðiganga mín, Herdísar og Lenu í öftustu röð endaði. Ég og Herdís lentum reyndar aftur saman en það mun allt breytast á morgun. Okkur fannst ekki alveg nógu sniðugt að Herdís var sett út í horn í Stæ. og rekin út í Sögu. Og árshátíðin nálgast óðfluga, pælingar í mögulegum klæðnaði og svoleiðis eru farnar að íþyngja huga mínum. Jæja held það sé komið nóg af blaðri frá mér í bili, skila heilsu til allra sem ég er ekki búin að sjá í allt of langan tíma og minni á að átklúbbur er ekki búinn að vera í óratíma....
G.Rós=Grós

posted by Gugga Rós at 9:47 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Mánudagur, mánudagur, mánudagur......
      • Útsölur, útsölur, útsölur....;)
      • Mikil gleði í bílatrðslunni okkar:) Stóðum okkur v...
      • Partýdagur hjá mér, kannski bara hjá öllum?
      • Of margir ofmeta það sem þeir eru ekki og vanmeta ...
      • 2004 í máli og myndum.....
      • Áramótagleði!
      • Jólabloggið mitt!
      • Jólastemning:) Maður tekur sig bara nokkuð vel út...
      • Maður bara orðin 17 ára og 2 daga!

      Powered by Blogger