Sumardagurinn annar?
Ég er að hugsa um að fara að halda upp á sumardaginn annan í staðinn fyrir fyrsta. Hann var allavega miklu sumarlegri hjá mér þetta árið. Sumardagurinn fyrsti er meira svona sofa út og hvíla sig eftir partýið í gærkveldi dagur. Sumardagurinn annar er svona Hey það er komið sumar vá! dagur. Já héðan af verður sumardagurinn annar haldinn hátíðlegur hjá mér. Í gær gerði ég þetta í tilefni dagsins: fór í nauthólsvík í hléi í skólanum, keypti mér hlölla,svaf lengi lengi um daginn, grillaði svínakótelettur með Siggu og borðaði rómantískan kvöldverð fyrir tvo, leygði princess diaries 2 og whatever it takes, kom seint seint heim. Mjög svo sumarlegt finnst mér bara. Svo tók ég líka myndir af herlegheitunum og er búin að setja á netið. Greyið síðan var með háan hita og hálsbólgu, en nú er allt í lagi.
Í dag vaknaði ég og mér datt í hug að eftir einmitt viku verð ég í fyrsta vorprófinu, það hræddi mig. Ég fór að læra stærðfræði og hlusta á tónlist, ég komst að því að það þarf að hugsa vel um lagavalið þegar maður lærir stærðfræði, eftir hálftíma af Placibo og hornaföllum varð ég svo leið að ég lagðist upp í rúm og prófaði að setja öll ilmvötnin mín á mig á sama tíma. Ekki sniðugt. Svo dreif ég mig upp úr því skellti á bylgjuna, þar var Notorious með Duran Duran. Er ekki frá því að bylgjan sé mjög sniðugur fylgjunautur stærðfræðinnar. Sérstaklega danspartý bylgjunnar. En jæja þarf víst að fara að skoða gömul próf, gera eitthvað að viti. Tékkið á myndunum, rosa sumarlegt og svona;)
Muhahahahaaa! Ég er búin að fá mér svona teljara, nú veit ég hve margir skoða síðuna mína. 7 í dag, og enginn búinn að commenta. 7 misterygestir! spennandi!
Í dag vaknaði ég og mér datt í hug að eftir einmitt viku verð ég í fyrsta vorprófinu, það hræddi mig. Ég fór að læra stærðfræði og hlusta á tónlist, ég komst að því að það þarf að hugsa vel um lagavalið þegar maður lærir stærðfræði, eftir hálftíma af Placibo og hornaföllum varð ég svo leið að ég lagðist upp í rúm og prófaði að setja öll ilmvötnin mín á mig á sama tíma. Ekki sniðugt. Svo dreif ég mig upp úr því skellti á bylgjuna, þar var Notorious með Duran Duran. Er ekki frá því að bylgjan sé mjög sniðugur fylgjunautur stærðfræðinnar. Sérstaklega danspartý bylgjunnar. En jæja þarf víst að fara að skoða gömul próf, gera eitthvað að viti. Tékkið á myndunum, rosa sumarlegt og svona;)
Muhahahahaaa! Ég er búin að fá mér svona teljara, nú veit ég hve margir skoða síðuna mína. 7 í dag, og enginn búinn að commenta. 7 misterygestir! spennandi!
<< Home