Söguleg stund
Klukkan er 02:52. Bara svona til þess að endurtaka það, 02:52, ekki 14:52 neii heldur 10 mín í þrjú um miðja nótt. Og ég er vakandi, nýkomin úr sturtu með rennandi blautt hár, klædd búin að setja ofan í töskurnar mínar og var við það að fá mér morgunmat og vekja restina af fjölskyldunni þegar ég leit á klukkuna. Ef ég fatta ekki muninn á að sofa 2 og hálfan tíma og 7 tíma þá er eitthvað að. Ég ætla að læra mína lexíu og fara fyrr að sofa héðan af. Hvernig í ósköpunum vaknaði ég? Vekjaraklukkan er rétt stillt á 7. Ég er eitthvað skrítin. Farin að sofa í nokkra tíma.
<< Home