Bömmer, svefntal og ýmislegt annað....
Ég vann ekki Óskarinn:( Eftir stöðuga erfiðisvinnu og þrotlaus stærðfræðikvöld hjá mér uppsker ég, ekkert. Ekki einu sinni tilnefningu! Ó djöfullinn taka Önnu Katrínu sem gerir heimadæmin sín í tölvu og Möggu fyrir að fá samviskubit ef hún er ekki búin að læra. Hvernig er hægt að keppa við það? Mér er spurn! Já hlutskipti mitt í lífinu hefur greinilega ekkert að gera með nóbelsverðlaun í stærðfræði líkt og mig dreymdi um sem ungri stúlku. Þegar aðrir léku sér að dúkkum og fjarstýrðum bílum naut ég stunda með gráðuboganum....
Nóg um það, my heart will go on eins og góð kona eitt sinn söng. Gaman að fólki sem talar upp úr svefni, hér kemur samtal milli Jónínu og Lenu einhverntíma á Laugardagsnóttinni: (ath: lena taldi sig vera að tala við vakandi manneskju)
Jónína: ,,Er ykkur kalt stelpur?
Lena: ,, Nei nei þetta er fínt!"
Jónína: ,,Á ég að ná í teppi handa ykkur? Ég get það alveg."
Lena : Nei mér er ekkert kalt, þú þarft ekkert að vera að gera það"
Jónína: Er kjúklingnum kalt?"
Lena: ,,Ha?" (áttar sig á því að Jónína er sofandi og fer aftur að sofa)
Þegar ég var lítil langaði mig alltaf að ganga í svefni en það hefur ekki heppnast enn.
Svo kom ég heim á laugardaginn, ógeðslega þreytt og mygluð og hlakkaði til að komast í sturtu og hrein föt og kannski jafnvel rúmið mitt. Ég var læst úti. Ég hringdi í mína elskuðu fjölskyldumeðlimi, þau svöruðu ekki. Ég tróð mér upp á Lenu og við fórum í bæinn og ég fékk mér pils. Svo sá ég flotta kápu sem ég hafði ekki efni á. Klukkan hálf 5 áttaði ég mig á því að amma mín á lykil að húsinu. Klukkan 5 hringir pabbi í mig og spyr mig hvar ég sé. Þau fóru í verslunarferð í smáralindina, ég er ekki með rétt númer hjá Heiðu, gemsinn hans pabba er bilaður og mamma á ekki lengur síma. Ég er seinheppin. Eftir það nennti ég ekki út úr húsi um kvöldið enda kann ég betur að meta heimili mitt eftir heilan daga af heimilisleysi. Kápan mín er bara til í small á laugarveginum sem er lokaður á sunnudögum. Ég er með númerið og ætla að hringja strax í fyrramálið og taka hana frá. Jahá!
Nóg um það, my heart will go on eins og góð kona eitt sinn söng. Gaman að fólki sem talar upp úr svefni, hér kemur samtal milli Jónínu og Lenu einhverntíma á Laugardagsnóttinni: (ath: lena taldi sig vera að tala við vakandi manneskju)
Jónína: ,,Er ykkur kalt stelpur?
Lena: ,, Nei nei þetta er fínt!"
Jónína: ,,Á ég að ná í teppi handa ykkur? Ég get það alveg."
Lena : Nei mér er ekkert kalt, þú þarft ekkert að vera að gera það"
Jónína: Er kjúklingnum kalt?"
Lena: ,,Ha?" (áttar sig á því að Jónína er sofandi og fer aftur að sofa)
Þegar ég var lítil langaði mig alltaf að ganga í svefni en það hefur ekki heppnast enn.
Svo kom ég heim á laugardaginn, ógeðslega þreytt og mygluð og hlakkaði til að komast í sturtu og hrein föt og kannski jafnvel rúmið mitt. Ég var læst úti. Ég hringdi í mína elskuðu fjölskyldumeðlimi, þau svöruðu ekki. Ég tróð mér upp á Lenu og við fórum í bæinn og ég fékk mér pils. Svo sá ég flotta kápu sem ég hafði ekki efni á. Klukkan hálf 5 áttaði ég mig á því að amma mín á lykil að húsinu. Klukkan 5 hringir pabbi í mig og spyr mig hvar ég sé. Þau fóru í verslunarferð í smáralindina, ég er ekki með rétt númer hjá Heiðu, gemsinn hans pabba er bilaður og mamma á ekki lengur síma. Ég er seinheppin. Eftir það nennti ég ekki út úr húsi um kvöldið enda kann ég betur að meta heimili mitt eftir heilan daga af heimilisleysi. Kápan mín er bara til í small á laugarveginum sem er lokaður á sunnudögum. Ég er með númerið og ætla að hringja strax í fyrramálið og taka hana frá. Jahá!
<< Home