Nær
Sumt hljómar bara ekki vel á móðurmálinu. Var á Closer í gær sem er æðisleg mynd, skemmtileg og eftirtektarverð og sætir leikarar og allt það. Eitt fyndnasta og óþægilegasta atriði sem ég hef nokkurn tíma hlegið að minnti mig á gömlu góðu nörda dagana þegar maður fór beint heim úr Hagaskólanum á spjallrásir á netinu og hitti þar fyrir Siggu og Hildi og Lenu:) Ógeðslega var það gaman þegar ég þóttist vera útlenskur strákur sem hélt að íslendingar byggju í íshúsum og heyrði svo Siggu og Lenu tala um það næsta dag....ísí písí að plata þær. (allavega gegnum netið þar sem maður þarf ekki að hafa pókerfeisið ready, minni á lélega frammistöðu í öllum pakk-spilum sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í). Brá nú svolítið áðan þegar ég fékk óvænta kveðju gegnum msn þar sem ég hef nú ekki notað það elskulega forrit í örugglega ár núna. Soffa kann ekki að logga sig út af....Nú heyri ég lagið úr erninum og þarf að fara, má ekki missa af Hallgrim og vinum hans;)
<< Home