Hvað gerðir Þú um helgina?

27 March 2005

Frídagar

Gleðilega páska fólk sem ég hef ekki hitt í páskafríinu.
Fríið mitt er búið að vera einkar gott síðan síðast. Fór til Akureyrar með pabba og heimsótti afa og ömmu í nokkra daga sem var notalegt. Máltíðir á 2 klukkustunda fresti, tertur (takið eftir fleirtölunni) í morgunmat, skoðun á nýjasta fjölskyldumeðliminum og skíðadagur. Já ég komst á skíði á föstudaginn, bjóst nú ekki við miklu enda fjallið nokkuð bert að sjá en úr varð frábær skíðaferð. Það jafnast ekkert á við að skíða í 10 stiga hita og sólskini:) Bjargaði skíðavetrinum hjá mér.
En svo kom ég heim í gærkveldi og hlakkaði mikið til laugardagskvölds í borginni enda ekki mikið aksjón á Akureyri. Hringdi í stelpurnar og enginn svaraði, loks hringdi Lena aftur í mig og ég hugsaði með mér: ,,Wíhú! The party is just gettin´started!" Partíið var ég og Lena að horfa á Princess´diaries í sjónvarpinu og borða snakk og gos og nammi, skuttla Helgu í brjálað lokað partý í árbænum og leigja Wimbleton(ætluðum að taka Princess´diaries 2 en hún var víst ekki komin út:( sköll). Svo fór Lena einmitt þegar Practical Magic var að byrja á skjá einum. Og ég horfði á hana ein til hálf 3 :D Oh það jafnast ekkert á við stórborgina.
En nú er páskadagur og mér er óglatt, búin að borða of mikið af súkkulaði. Ég er líka þreytt því ég var vakin klukkan hálf 11 af súkkulaði-óðri fjölskyldu minni. Ég og Heiða horfðum á My girl og borðuðum páskaegg, auðvitað fór ég að gráta enda ekki annað hægt yfir sorglegustu mynd æsku minnar. Mér var skapi næst að hlaupa út í búð og taka My girl 2 en fannst það einum of eftir að hafa beðið um Princess´Diaries 2 kvöldið áður. Já svona eiga páskarnir að vera!
Endilega nýtið ykkur glænýju linkana mína sem ég var að dunda mér við.
PS: nú þarf fólk ekki að kvarta yfir að komast ekki á myndasíðuna mína lengur;)
PS2: ég hlýt að hafa þyngst um milljón trilljón kíló síðan páskarnir byrjuðu!!

posted by Gugga Rós at 1:47 pm

|

<< Home

About Me

My Photo
Name: Gugga Rós
Location: Reykjavík, Iceland

View my complete profile

Hinir töffararnir

  • Sigga sætasta!!
  • Auður Spánarfari
  • Glingur í hæsta gæðaflokki
  • Maroon Five fansite
  • Sagan endalausa
  • Arngunnur
  • Halla
  • Pælingar Kára
  • Beggi kempa
  • Grammar(practice)
  • Höslmaskínurnar
  • Sögur frá sólinni
  • Elín frænka
  • Lára frænka;)
  • Sigurlaug litla
  • Besti bekkur í öllum heiminum?
  • Biggi
  • Lena sæta
  • Blómaprinsessur
  • Palli bróðir
  • Myndir:)

    • Guggusíða
    • Siggusíða
    • Eddusíða
    • Soffusíða
    • Auðarsíða
    • Fyrri skrif

      • Sigríður 4evah!
      • Páskafrí, egg og sumarbústaðarferðir!
      • Söguleg stund
      • Signý
      • Signý Jóhannesdóttir
      • Menudo
      • Bömmer, svefntal og ýmislegt annað....
      • And the Óskar goes to......
      • Nær
      • Lífið er yndislegt....

      Powered by Blogger