Frídagar
Gleðilega páska fólk sem ég hef ekki hitt í páskafríinu.
Fríið mitt er búið að vera einkar gott síðan síðast. Fór til Akureyrar með pabba og heimsótti afa og ömmu í nokkra daga sem var notalegt. Máltíðir á 2 klukkustunda fresti, tertur (takið eftir fleirtölunni) í morgunmat, skoðun á nýjasta fjölskyldumeðliminum og skíðadagur. Já ég komst á skíði á föstudaginn, bjóst nú ekki við miklu enda fjallið nokkuð bert að sjá en úr varð frábær skíðaferð. Það jafnast ekkert á við að skíða í 10 stiga hita og sólskini:) Bjargaði skíðavetrinum hjá mér.
En svo kom ég heim í gærkveldi og hlakkaði mikið til laugardagskvölds í borginni enda ekki mikið aksjón á Akureyri. Hringdi í stelpurnar og enginn svaraði, loks hringdi Lena aftur í mig og ég hugsaði með mér: ,,Wíhú! The party is just gettin´started!" Partíið var ég og Lena að horfa á Princess´diaries í sjónvarpinu og borða snakk og gos og nammi, skuttla Helgu í brjálað lokað partý í árbænum og leigja Wimbleton(ætluðum að taka Princess´diaries 2 en hún var víst ekki komin út:( sköll). Svo fór Lena einmitt þegar Practical Magic var að byrja á skjá einum. Og ég horfði á hana ein til hálf 3 :D Oh það jafnast ekkert á við stórborgina.
En nú er páskadagur og mér er óglatt, búin að borða of mikið af súkkulaði. Ég er líka þreytt því ég var vakin klukkan hálf 11 af súkkulaði-óðri fjölskyldu minni. Ég og Heiða horfðum á My girl og borðuðum páskaegg, auðvitað fór ég að gráta enda ekki annað hægt yfir sorglegustu mynd æsku minnar. Mér var skapi næst að hlaupa út í búð og taka My girl 2 en fannst það einum of eftir að hafa beðið um Princess´Diaries 2 kvöldið áður. Já svona eiga páskarnir að vera!
Endilega nýtið ykkur glænýju linkana mína sem ég var að dunda mér við.
PS: nú þarf fólk ekki að kvarta yfir að komast ekki á myndasíðuna mína lengur;)
PS2: ég hlýt að hafa þyngst um milljón trilljón kíló síðan páskarnir byrjuðu!!
Fríið mitt er búið að vera einkar gott síðan síðast. Fór til Akureyrar með pabba og heimsótti afa og ömmu í nokkra daga sem var notalegt. Máltíðir á 2 klukkustunda fresti, tertur (takið eftir fleirtölunni) í morgunmat, skoðun á nýjasta fjölskyldumeðliminum og skíðadagur. Já ég komst á skíði á föstudaginn, bjóst nú ekki við miklu enda fjallið nokkuð bert að sjá en úr varð frábær skíðaferð. Það jafnast ekkert á við að skíða í 10 stiga hita og sólskini:) Bjargaði skíðavetrinum hjá mér.
En svo kom ég heim í gærkveldi og hlakkaði mikið til laugardagskvölds í borginni enda ekki mikið aksjón á Akureyri. Hringdi í stelpurnar og enginn svaraði, loks hringdi Lena aftur í mig og ég hugsaði með mér: ,,Wíhú! The party is just gettin´started!" Partíið var ég og Lena að horfa á Princess´diaries í sjónvarpinu og borða snakk og gos og nammi, skuttla Helgu í brjálað lokað partý í árbænum og leigja Wimbleton(ætluðum að taka Princess´diaries 2 en hún var víst ekki komin út:( sköll). Svo fór Lena einmitt þegar Practical Magic var að byrja á skjá einum. Og ég horfði á hana ein til hálf 3 :D Oh það jafnast ekkert á við stórborgina.
En nú er páskadagur og mér er óglatt, búin að borða of mikið af súkkulaði. Ég er líka þreytt því ég var vakin klukkan hálf 11 af súkkulaði-óðri fjölskyldu minni. Ég og Heiða horfðum á My girl og borðuðum páskaegg, auðvitað fór ég að gráta enda ekki annað hægt yfir sorglegustu mynd æsku minnar. Mér var skapi næst að hlaupa út í búð og taka My girl 2 en fannst það einum of eftir að hafa beðið um Princess´Diaries 2 kvöldið áður. Já svona eiga páskarnir að vera!
Endilega nýtið ykkur glænýju linkana mína sem ég var að dunda mér við.
PS: nú þarf fólk ekki að kvarta yfir að komast ekki á myndasíðuna mína lengur;)
PS2: ég hlýt að hafa þyngst um milljón trilljón kíló síðan páskarnir byrjuðu!!
<< Home