Vonandi fyrirgefiði mér bloggleysið síðustu daga en það hefur verið bæði mikið að gera og mikið að blogga um og enginn áhugi hjá mér að skrifa um neitt af því. En ég er allavega mætt aftur fyrir framan tölvuna brennandi úr bloggþorsta, eða þannig. Kosningavikan í skólanum er senn á enda, bara nokkrir klukkutímar eftir og ég er allavega komin með alveg nóg. Troðningur og frítt nammi, gos, snakk, matur og margt fleira. Já það bjóða kosningar uppá. Er alveg eiginlega búin að gera upp hug minn um lang flest þó ég sé reyndar ennþá tvístígandi um þessa Lenu gellu sem er að bjóða sig fram í framtíðarstjórn. Veit ekki en stelpan er bara eitthvað krípí...
Sjálfkjörin í ljósmyndara framtíðarinnar, gaman að þessu. Ég er með kenningu, ég bauð mig fram, fullt af öðru fólki ætlaði að bjóða sig fram, en svo þorði það ekki upp á móti mér....hefði samt verið gaman að taka þátt í baráttunni og svona. Fór á mótmælin í dag og fattaði á leiðinni hvað það væri nú æðislegt að við hefðum ekki meira en styttingu náms til stúdentsprófs til að mótmæla yfir, ekki að það sé ekki nægileg ástæða. Enginn óvelkominn her, yfirvofandi stríð, atvinnuleysi, fátækt né bjórbann. Bara heimskir stjórnmálamenn. Blessunarsamlega. Já það er vertíð í landinu eða eitthvað. Desperate Housewifes eru í sjónvarpinu í kvöld, ég verð að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpið 10 mín. áður en þátturinn byrjar til þess að missa ekki af neinu;)
Sjálfkjörin í ljósmyndara framtíðarinnar, gaman að þessu. Ég er með kenningu, ég bauð mig fram, fullt af öðru fólki ætlaði að bjóða sig fram, en svo þorði það ekki upp á móti mér....hefði samt verið gaman að taka þátt í baráttunni og svona. Fór á mótmælin í dag og fattaði á leiðinni hvað það væri nú æðislegt að við hefðum ekki meira en styttingu náms til stúdentsprófs til að mótmæla yfir, ekki að það sé ekki nægileg ástæða. Enginn óvelkominn her, yfirvofandi stríð, atvinnuleysi, fátækt né bjórbann. Bara heimskir stjórnmálamenn. Blessunarsamlega. Já það er vertíð í landinu eða eitthvað. Desperate Housewifes eru í sjónvarpinu í kvöld, ég verð að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpið 10 mín. áður en þátturinn byrjar til þess að missa ekki af neinu;)
<< Home