Húsmóðirin Guðrún?
Mér líður eins og húsmóður, best að útskýra.
Síðustu dagar hafa farið í undirbúning fyrir hroðalegt útskriftarpartý sem er víst að fara fram á heimili mínu á föstudaginn. (90% af gestunum eru yfir sjötugu, án gríns). Svo ég vakna eldhress um hálf níu leitið og skutlast með pabba í vinnuna, fæ bílinn og skelli mér í ræktina. Þar heng ég með öðrum dúndurflottum húsmæðrum og hlusta á slúður um óskilgetin börn og flórídaferðir á kostnað vinnunnar og þar fram eftir götunum. Ef það er svona spennandi að vera á fimmtugsaldri þá er ég sko meira en game. Svo skutlast ég um í ýmsum erindum. Endurnýja vegabréfið mitt, sem maður þarf síðan ekki að nota til þess að komast til Danmerkur. Ég sem setti þetta í hraðafgreiðslu og allt. Óhh að hafa visku Lenu. Sem er einmitt nýmætt í vinnuna núna, big up fyrir henni og hinu fiskikrúinu.Kem við í bakaríi og kaupi bakkelsi fyrir hinar gellurnar sem eru rétt vaknaðar. Og auðvitað skelli ég í vél áður en ég fer út á morgnanna svo ég geti hengt upp þegar ég kem heim og sett í nýja. Og svo geng ég um bæinn að leita að Boleroj-jakka með Heiðu. Og svo laga ég til, og flokka flöskur og reyni að steikja fiskbúðing í matinn. Það gekk ekki vel. Ég kann ekki að steikja neitt sem er ekki pönnukökur. Enginn er fullkominn. Nema ég.
Einkunnir á morgun, það er sko ástæða fyrir því að ég er ekki sofandi. Stress!
<< Home