The Adventures of Kapteinn Gugga Ofurbrók
Jæja, eftir magnaðan árangur í prófunum hingað til og non stop lærdóm í 2 vikur ákváðu Lena, Hildur, Soffa og Kapteinn Gugga Ofurbrók að það væri komin tími fyrir smá föstudagsglaðning. Þær skelltu sér á skellinöðrurnar sínar (væri það ekki óskandi;) og þutu upp í Kringlubíó að sjá hina mögnuðu rómantísku gamanmynd The Wedding Date. Myndin byrjaði vel þegar KGO uppgötvaði sér til mikillar skemmtunar að hún hafði lesið bókina sem myndin var gerð eftir í sumarfríi á Rodos. Myndin kom skemmtilega á óvart með kynþokkafullum karlhórum, indælum bretum og geisispennandi söguþráði. Í hléinu fóru Lena, Soffa og KGO á klósettið ásamt öllum kvenkyns meðlimum bíóins, sem voru ófáir skal ég segja þér! Lena gafst snemma upp á röðinni en Soffa, kjarnakvendi sem hún er, dó ekki ráðalaus og strunsaði með Guggu í eftirdragi inn á karlaklósettið þar sem enginn var og þær skelltu sér inn í næsta bás. Nokkrum stundum síðar fylltist herbergið af mönnum á öllum aldri og Soffía klósettsprengja og K. Gugga voru í öngum sínum. Myndu þær vera fastar inn á karlaklósettinu til eilífðarnóns? Að lokum komust þær með naumindum út og aftur inn í bíósalinn. Já, þetta geri ég ekki aftur. Eftir bíóið héldu svaðilfarirnar áfram heima hjá Lenu. Þar var óskalagi á FM tileinkað Soffu og Guggu og dundað sér við að búa til og svara Guggu-quiz. Endilega sjáið hvar þið standið hér við hliðina á.
Að lokum seint seint um nóttina (um miðnætti) voru svaðilfarirnar á enda og stúlkurnar fóru sælar að sofa.
Kapteinn Gugga Ofurbrók
Að lokum seint seint um nóttina (um miðnætti) voru svaðilfarirnar á enda og stúlkurnar fóru sælar að sofa.
Kapteinn Gugga Ofurbrók
<< Home