líffræði-piece of a creamkake?
4 próf eftir, mér líst vel á það! Allvel meira að segja!
Ég get nú ekki sagt að líffræðin sé mitt uppáhaldsfag, ok ég hef emjað yfir henni í allan vetur ( er það skrítið? ég meina það gerist ekki meira óspennandi en frumbakteríur, what I can´t see I don´t need to know of) en ég er bara búin að skemmta mér ágætlega í dag. Byrjaði hægt, mjög hægt með að meðaltali 5 lesnar blaðsíður á hálftíma. En svo komst ég að því um 9 leitið að ég myndi ekki geta horft á Desperate Housewifes með þessu móti. Það var besta hvatning sem ég hefði getað fengið, allt í einu gerði ég það yfirnáttúrulega, ég las 18 blaðsíður á næstu 30 mínútum. Ójá! 18 talsins. Skil ekkert í þessu, minnir mig helst á fregnir af fólki sem fær ofurkrafta á rétta augnablikinu og lyftir upp heilu bílunum og eitthvað þannig. Já Kapteinn Gugga Ofurbrók. Það held ég að verði nýja nafnið mitt.
Heiða var að kaupa sér útskriftarkjól í dag. Mig langaði svoooo með, fjölskylduferð í bæinn og ég að stara á myndir af smokkfiskum. Ég verð leið þegar ég hugsa um það, tárast næstum því, greyið ég sem er svo verslunarsvelt. Allavega kom Heiða heim með sætasta kjól í heimi og margumtalaða græna skó úr Kron. Skondin saga að segja af kjólnum, believe it or not þá fann pabbi hann handa henni. Kom heim í síðustu viku og sagðist vera búinn að finna fullkominn útskriftarkjól fyrir hana. Og hann er svooo sætur, ég vildi óska að ég passaði í hann! En ég passa í skóna, næstum því, kannski tekst mér að lengja fæturna um nokkra millimetra á næstu dögum. Já pabbi er orðinn algjör Aðþrengdur eiginmaður með kvenpeninginn allan í prófum eða verkefnavinnu. Hann eldar og þrífur og setur í vélar og leitar að kjólum í frítímanum. Greyið maðurinn er orðinn one man machine sem gerir ekkert annað en að kaupa meira kók og elda ofan í okkur. En allavega er mórall sögunnar sá að allir fóru að versla föt saman nema ég:( Og að það eru 4 próf eftir!! Collapse in to my bussom Sigga!
Ég get nú ekki sagt að líffræðin sé mitt uppáhaldsfag, ok ég hef emjað yfir henni í allan vetur ( er það skrítið? ég meina það gerist ekki meira óspennandi en frumbakteríur, what I can´t see I don´t need to know of) en ég er bara búin að skemmta mér ágætlega í dag. Byrjaði hægt, mjög hægt með að meðaltali 5 lesnar blaðsíður á hálftíma. En svo komst ég að því um 9 leitið að ég myndi ekki geta horft á Desperate Housewifes með þessu móti. Það var besta hvatning sem ég hefði getað fengið, allt í einu gerði ég það yfirnáttúrulega, ég las 18 blaðsíður á næstu 30 mínútum. Ójá! 18 talsins. Skil ekkert í þessu, minnir mig helst á fregnir af fólki sem fær ofurkrafta á rétta augnablikinu og lyftir upp heilu bílunum og eitthvað þannig. Já Kapteinn Gugga Ofurbrók. Það held ég að verði nýja nafnið mitt.
Heiða var að kaupa sér útskriftarkjól í dag. Mig langaði svoooo með, fjölskylduferð í bæinn og ég að stara á myndir af smokkfiskum. Ég verð leið þegar ég hugsa um það, tárast næstum því, greyið ég sem er svo verslunarsvelt. Allavega kom Heiða heim með sætasta kjól í heimi og margumtalaða græna skó úr Kron. Skondin saga að segja af kjólnum, believe it or not þá fann pabbi hann handa henni. Kom heim í síðustu viku og sagðist vera búinn að finna fullkominn útskriftarkjól fyrir hana. Og hann er svooo sætur, ég vildi óska að ég passaði í hann! En ég passa í skóna, næstum því, kannski tekst mér að lengja fæturna um nokkra millimetra á næstu dögum. Já pabbi er orðinn algjör Aðþrengdur eiginmaður með kvenpeninginn allan í prófum eða verkefnavinnu. Hann eldar og þrífur og setur í vélar og leitar að kjólum í frítímanum. Greyið maðurinn er orðinn one man machine sem gerir ekkert annað en að kaupa meira kók og elda ofan í okkur. En allavega er mórall sögunnar sá að allir fóru að versla föt saman nema ég:( Og að það eru 4 próf eftir!! Collapse in to my bussom Sigga!
<< Home