Sjúklingapróf...
Sjúkrapróf eru skondin. Allavega var mjög gaman hjá mér í morgun. Það er svo líflegt andrúmsloft í þeim. Endalaus straumur af kennurum að koma og svara spurningum um sögu og listasögu og dönsku og íslensku og tölfræði og stærðfræði. Og búkhljóðin! Jahá Lena er sko amatór miðað við þessa krakka! Ein gellan hóstaði og í sífellu og endaði svo alla hóstana á löngu andvarpi, mjög skondið. Strákurinn við hliðina á mér saug svo fast upp í nefið að á tímabili hélt ég að heilinn hans myndi bara sogast ofan í öndunarveginn, svo sem ekki öfundsvert að koma of seint í stúdentspróf í sögu af öllum fögum. Enda kallaði Knútur hann fífl þegar hann mætti, Knútur í góðu stuði. Gaf dönskukrökkunum laglegt sjokk þegar hann útskýrði fyrir þeim eftir klukkutíma að nú væri helmingurinn búinn af próftímanum og kannski sniðugt að snúa sér að næsta hluta.Smá misskilningur þar á ferð. Tölvufræðin var asnaleg, hvar var staðalfrávikið? og fylgnin og boolean algebran? mér er spurn. Ussusususs... Ágætt próf samt sem áður, gott eftir stærðfræðipróf. Já tölvufræðin...ahhh. Þá er komið að sögunni, hún verður góð, góð saga. En svo kemur líffræðin, slæma líffræðin. Og þá fer ég fjandans til. Hvet alla til þess að pófa sjúklingpróf allavega einu sinni.
<< Home